Föstudagur 27. maí, 2022
8.1 C
Reykjavik

Sjúkdómurinn hefur áhrif á alla fjölskylduna: „Ég hata hann útaf lífinu, hann er óþolandi“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Nýjasti gestur bræðranna Gunnars og Davíðs Wiium í hlaðvarpsþættinum Þvottahúsið er umdeildasti knattspyrnudómari Íslands fyrr og síðar, Garðar Örn Hinriksson sem einnig er þekktur sem Rauði Baróninn. Garðar ræddi við Gunnar um dómarastarfið og veikindin sem hafa hrjáð hann síðan 2016 en þá greindist hann með Parkison.

Gunnar spjallaði einn við Garðar í fjarveru Davíðs sem er heima í einangrun með Covid-19. Það sem verra er er sú staðreynd að Gunnar hefur ekki hundsvit á knattspyrnu og því á hálum ís hvað varðar spurningar um þá íþrótt.

Klíkan í alþjóðaboltanum

Talið barst þó fljótt að knattspyrnunni og dómaraferli Garðars sem spannar heil 30 ár.
Garðar byrjaði sem aðstoðadómari upp úr fermingu og smá sama vann hann sig upp metorðastigan innan dómarastéttarinnar og undir lokin hafði hann verið alþjóðadómari í ein fjögur ár sem þykir afrek eitt og sér.

Gunnar spurði Garðar út í klíkuna sem virðist loða við dómarastéttina og þá sérstaklega erlendis.

„Þú þarft að fara ákveðnar leiðir, málið er að þeir dæma þig ekkert eftir því hvernig þú dæmir inn á vellinum, þeir dæma þig hvernig þú ert utan vallar. Þetta er svona 80% utan vallar og 20% innanvallar.“

Garðar sýnir þekkta takta
- Auglýsing -

Garðar sagði frá því þegar hann var erlendis á alþjóðlegri dómaranýliðaráðstefnu og Pierluigi Collina kemur á svæðið. „Hann kemur á svæðið og allir dómarar á svæðinu rjúka bara á hann, þeir kyssa hann og snerta hann og ég veit hvað og hvað nema helvítis Íslendingurinn,“ segir Garðar og bætir svo við, „ef menn geta ekki bara metið mig af eigin verðleikum þá bara fokk jú.“

Gunnar bar upp spurningu „úr sal“ sem kom frá Davíð sjálfum sem var eins og komið er fram, vant við látinn. Hver var mest pirrandi eða dónalegasti knattspyrnumaður hann hefur þurft að takast á við?

„Það kemur fram í bókinni Rauði baróninn, umdeildasti knattspyrnudómari Íslandssögunar.” og bætir svo við. „Með leiðinlegri mönnum sem ég hef dæmt hjá heitir Baldur Sigurðsson, hann spilaði með Stjörnunni og KR meðal annars. Hann var bara leiðinlegur og alltaf vælandi.“

- Auglýsing -

Gunnar spurði hann hvort leðindin hafi verið á persónulegum nótum en Garðar sagði að svo hafi ekki verið. Hann bendir þó á annan leikmann sem fór inn í taugakerfið hans á persónulegum nótum.

„Persónulegt var það einnig og það kemur fram í bókinni líka en það var Jóhann Þórólfsson. Hann spilaði með Þór á Akureyri og Grindavík. Það var eitthvað fannst mér persónulegt.”

Garðar heldur því samt sem áður fram að honum hafi aldrei staðið neinn ógn af þessum mönnum.

Sagði engum frá Parkison greiningunni

En þá berst talið að alvarlegri hlutum. Garðar greindist með Parkison taugasjúkdóminn illvíga, árið 2016. Hann fór þá að taka eftir örfínum skjálfta í vinstri hendi sem varð til að hann leitaði til taugalæknis sem nánast greindi hann á staðnum. Fyrsta eina og hálfa árið hélt hann þessum upplýsingum fyrir sjálfan sig því hann einfaldlega þurfti að melta þessar þær, taka þær inn almennilega.

„Hann segir eiginlega við strax læknirinn að ég sé með Parkinson en það er svo staðfest í byrjun febrúar 2017 að ég er með Parkinson. Ég held því leyndu til sumars 2018. Mínir nánustu fengu að vita það en annrs þurfti ég að fá minn tíma til að melta þetta hreinlega.” Segir Garðar.

En hvað er eiginlega Parkison?

„Þetta er eitthvað sem ræðst á taugarnar í þér,” sagði Garðar en bætti svo við, „veistu það, ég svo svo lítið lesið mér til um Parkinsoninn því að ég hata hann svo mikið, ég hata hann útaf lífinu, hann er óþolandi. Ég er rétt rúmlega í fýlu út í sjúkdóminn.”

Garðar segir sjúdóminn ekki aðeins hafa áhrif á hann heldur alla fjölskylduna.

„Hann hefur áhrif á makann og hann hefur áhrif á börnin. Svo hefur hann þannig áhrif á mann líka að maður óttast að missa það nánasta frá sér. Maður hugsar með sér, ok, ég er með þennan sjúkdóm, og ég er að verða aumingi af honum. Og af hverju ætti konan mín að vilja vera með mér þegar ég er orðinn að einhverjum aumingja? Þetta eru stærstu áhyggjurnar sem ég hef haft, að missa mína nánustu frá mér. Skítt með einhvern skjálfta í hendinni eða að ég labba eitthvað skakkur, þetta voru mínar stærstu áhyggjur.“ Garðar segist hafa farið mjög langt niður á tímabili en hafi svo átta sig á að þetta gengi ekki lengur. Varðandi börnin, segist hann ekki geta gert all sem aðrir pabbar geta gert, heilmikið þó en stundum líði honum þannig að hann sé misheppnaður pabbi „en ég veit að ég er það ekki.“ Segir hann að þetta lendi allt á konunni. „En sem betur fer ég á bara svo ofboðslega góða, flotta, fallega og sterka konu.“

CBD olíurnar hafa hjálpað helling

Síðasta haust var Garðar kominn alveg í keng, allur skakkur og skældur og nánast með trýnið í gólfinu eins og hann orðaði það. Það var þá sem frændi hans nánast skipaði honum að prófa CBD olíur við þeim verkjum og bólgum sem hann var að upplifa. Mjög fljótt fór hann að taka eftir miklum breytingum. Verkirnir hjöðnuðu og smátt og smátt rétti hann úr sér. Breytingarnar hefur hann sýnt á youtuberás sinni https://www.youtube.com/user/ghinriksson/videos

Gunnar spurði Garðar út í breytingarnar sem hafa orðið með tilkomu CBD.

„Áður en ég byrjaði að taka inn CBD gekk ég bara um eins og ég væri 190 ára. Ég labbaði nánast merð trýnið í götunni. Þetta er bakið á mér, mjaðmirnar og lappirnar, það er allt sem að tók mig niður. Síðan tek ég CBD´inn og hann nær að rétta töluvert úr mér,” sagði Garðar og bætti við,

„Ekki nóg með að CBD´ið tók verkina í baki heldur finnst mér ég mun minna þreyttur, þreytan er aukaverkun á öllum þeim lyfjum sem ég annars er að taka.”

Fyrirtækið Gott CBD hefur nú hafið svokallað trial eða skráningu á áhrifum CBD á hinum ýmsu styrkleikum í veikindum Garðars. Áhrif CBD á taugasjúkdóminn Parkinson hafa lítið verið rannsökuð og því dýrmætt að Garðar og Gott CDB hefji samstarf af þessum toga. Afraksturinn verður skrásettur af mikilli nákvæmni og skýrslunar þar eftir sendar erlendis til taugalækna sem vinna að rannsóknum tengt Parkison.

Rauði baróninn

Í fyrra gaf Garðar út bókina Rauði baróninn – Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunar. Í bókinni fer hann yfir glæsilegan dómarferil sinn sem spannar ein 30 ár. Bókina má nálgast með að senda honum einkaskilaboð á facebook ásamt að hægt er að heyra  hana á Storytell. En hvaðan kemur viðurnefnið Rauði baróninn?

„Ég var bara hörkutól á vellinum. Ég dæmdi leik 1996 í síðustu umferð í næst neðstu deild, þar sem annað liðið var í fallbaráttu og hitt búið að tryggja sér sæti upp. Sá leikur endar í sex rauðum spjöldum. Á sama liðið. Sem varð til þess að ég þurfti að flauta leikinn af. Þetta var í fyrsta skipti í deildarkeppnissögu Íslands að leikur var flautaður af og þetta hefur ekki gerst síðan,“ segir Garðar og vekur kátínu og undrun Gunnars og tæknimanns Þvottahússins. „Síðan bara örstuttu seinna, var ég að mæta í dómarateiti og ég labba inn ásamt Eysteini Guðmundssyni heitnum og þá er öskrað yfir barinn „nei, er þetta ekki Rauði baróninn?“ en ég var ekki að fatta það strax, hélt að menn ættu við Eystein gamla. En nei, þá voru menn að tala um mig.“

Hér fyrir neðan má sjá viðtalið í heild sinni:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -