Aðstandandi sjúklings er afar ósáttur við hvernig sé staðið að breytingum á starfsemi Vífilsstaðaspítala, en þetta kemur fram á RÚV.
Boðaðar breytingar hafa ekki verið kynntar fjölskyldum sjúklinga á Vífilsstöðum; en eldri manni var nýverið boðið rými á Selfossi án þess að greint hefði verið frá því að til stæði að breyta rekstri spítalans og flytja alla sjúklinga þaðan.
Kemur fram að gert er ráð fyrir breytingum á rekstri stofnunarinnar um áramót, en meira en 40 sjúklingar dvelja á Vífilsstöðum.
Rekstur spítalans hefur verið boðinn út; það er fyrirtækið Heilsuvernd sem verður með starfsemi í húsinu.
Sjúklingum sem dvelja nú á spítalanaum stendur því til boða að flytja sig austur á Selfoss; annars verði fundin önnur lausn á höfuðborgarsvæðinu; en einhver pláss séu laus á Landakoti.
Aðstandendur sjúklinga eru verulega ósáttir við hvernig staðið er að málum gagnvart þeim sem dvelja á Vífilsstaðaspítala; en ekki komi til greina að fara í daglegar heimsóknir austur á Selfoss; þeir sjái ekki hvar eigi að vera rými fyrir sjúklinganna með góðu móti á höfuðborgarsvæðinu, þegar ljóst er að mikill skortur sé nú þegar á hjúkrunarrými.