Miðvikudagur 27. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Sjúkraliðar gefast upp vegna álags

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alvarlegur sjúkraliðaskortur á heilbrigðisstofnunum veldur miklu álagi, aukinni kulnun og fjölmörgum dæmum um að fólk falli úr vinnu.

 

Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, segir við Vísi á þirðjudag að kulnun meðal sjúkraliða hafi aukist. „Það er grafalvarleg staða í kerfinu vegna skorts á sjúkraliðum og hefur ekki tekist að fylla í allar þær stöður sem þörf er á, sem er mikið áhyggjuefni. Það vantar einkum sjúkraliða á Landspítalann og þá er alvarlegur skortur á hjúkrunarheimilum. Loks hefur sjúkraliðum fækkað á Landspítalanum sem er einnig mikið áhyggjuefni,“ sagði Sandra.

Hún segir að ástandið hafi alvarleg áhrif á þá sem nú starfa í faginu. „Vinnan verður erfiðari og þyngri og svo er gengið meira á fólk að taka aukavaktir sem veldur líka auknu álagi, Í svona ástandi finna fleiri fyrir kulnun en áður en við höfum fengið fjölmörg dæmi til okkar á skrifstofuna þar sem fólk er að detta úr vinnu vegna kulnunar,“ segir Sandra að lokum.

Fréttablaðið fjallar einnig um alvarlega stöðu mála í morgun. „Alls eru 2.100 sjúkraliðar starfandi á Íslandi í dag og er meðalaldurinn 47 ára. Samkvæmt mannaflaspá Embættis landlæknis frá árinu 2010 var gert ráð fyrir að þeir yrðu fleiri en 2.800 árið 2019. Er þá gert ráð fyrir 114 nýjum sjúkraliðum árlega til ársins 2030 en sú spá hefur ekki ræst til þessa. Aðeins um 60 af þeim sem útskrifast á hverju ári fara að starfa við fagið á sama tíma og 20 láta af störfum á ári sökum aldurs eða örorku. Það hefur leitt til þess að meirihluti þeirra sem starfa á öldrunarheimilum eru ófaglærðir. Sandra segir þörfina á sjúkraliðum ekki jafn sýnilega og þegar kemur að hjúkrunarfræðingum þar sem hjúkrunarfræðingar geti gengið í störf sjúkraliða en ekki öfugt. Ein birtingarmynd vandans er að skortur á sjúkraliðum eykur álagið á hjúkrunarfræðinga sem og annað samstarfsfólk.“

Kjarasamningar sjúkraliða losnuðu í lok mars 2019. Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ) semur við fjóra aðila um kjarasamning, þ.e. fjármálaráðherra f.h. ríkissjóð, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV).

„Þeir þættir sem samið er um í kjarasamningunum snúa einkum að launataxta, vinnutíma, vaktaálagi, réttindum eins og veikindum, orlofi og uppsagnarfresti. Að auki er samið um almenn réttindi, starfsheiti, persónubundna þætti og launaröðun. Samhliða kjarasamningum við ríkið og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu eru stofnanasamningar sem fela í sér nánari útfærslu á kjarabundnum þáttum við hverja stofnun fyrir sig,“ samkvæmt upplýsingum á vef Sjúkraliðafélagsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -