Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Skammast sín ekkert fyrir að dýrka gömlu myndirnar hans Cage

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sakbitnar sælur

Atli Fannar Bjarkason, sjónvarpsmaður og ráðgjafi, segist vera frekar umburðarlyndur gagnvart öðrum og ekki síst gagnvart sjálfum sér. „Ég skammast mín þess vegna ekki fyrir að dýrka gömlu hasarmyndirnar hans Nicolas Cage,“ segir hann blákalt, „en þegar ég fékk þetta verkefni í hendurnar, þá gúglaði ég „guilty pleasure movies“ og þarna voru þær, tvær af bestu hasarmyndum allra tíma: Con Air og Face off.“

 

Skipst á andliti við John Travolta

„Einhver hefur skammast svo mikið fyrir að njóta þess að sjá Cage lumbra á hópi hættulegustu glæpamanna heims í flugvél og skiptast á andliti við John Travolta í Face off, að viðkomandi tilkynnti heimsbyggðinni það í gegnum Internetið: „Þessar myndir eru glataðar en ég fíla þær samt“. Jájá, eins og eini krakkinn í bekknum sem fannst mysudrykkurinn Garpur góður. Og þessi furðulegi sem borðar ógeðslegu jarðarberjamolana úr Mackintosh-dollunni.“

Atli skammast sín ekki fyrir að dýrka gömlu hasarmyndirnar hans Nicolas Cage.

Kakóið í kókómjólkinni

„Þú mátt borða og drekka það sem þú vilt, málið er hins vegar að Nicolas Cage er ekki mysan í ávaxtaþykkninu eða jarðarberjamaukið í mjólkursúkkulaðinu. Hann er miklu frekar kakóið í kókómjólkinni eða karamellan í Mackintoshinu. Frammistaða hans í Con Air er fullkomin; harður en samt sympatískur: „Put the bunny back in the box.“ Geggjað. Og höfum á hreinu að það þarf ótrúlega hæfileikaríka leikara til að láta sögu eins og í Face off ganga upp.“

- Auglýsing -

Atli segir að þetta séu geggjaðar myndir, sem hann hvetur alla til endurnýja kynni sín við. „Ég ætla að minnsta kosti að gera það og ég skammast mín ekki neitt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -