Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.8 C
Reykjavik

Skatturinn rukkar nú látna tengdamóður Illuga: „Þetta er ekki einu sinni fyndið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Illugi Jökulsson rithöfundur á ekki til orð yfir framkomu skattayfirvalda hérlendis eftir að þau sendu innheimtubréf á látna tengdamóður hans. Hún lést fyrir tveimur árum en börnum hennar barst nýverið bréf frá skattinum þar sem þeim er gert að greiða iðgjald látinnar móður þeirra frá árinu 2018. Upp á heilar 98 krónur íslenskar. 

Illugi segir þetta ekki einu sinni fyndið og fjölmargir taka undir þá skoðun undir færslu hans á Facebook. Í heitri umræðunni eru þar margir sem segjast hafa fengið svipaða sendingu frá skattinum. „Tengdamóðir mín lést fyrir rúmum tveimur árum. Börnin hennar voru nú að fá póst sendan í virðulegu umslagi frá Ríkisskattstjóra um „endurákvörðun opinberra gjalda skattaðila gjaldárið 2018“. Þeim ber að standa skil á 98 krónum fyrir hönd móður sinnar. Þetta er ekki einu sinni fyndið,“ segir Illugi.

Ýmsir benda á í umræðunni að upphæðin sem börnin þurfa nú að greiða svari nú varla kostnaði við bréfasendinguna hvað þá meira. Sumir hvetja aðstandendurnar til að fara með upphæðina í krónupeningum til skattayfirvalda á meðan aðrir hvetja til þess að fara með málið fyrir dóm. Valdimar Örn Flygenring, leikari og  leiðsögumaður, er einn þeirra sem furðar sig á þessari sendingu. Yfir gröf og dauða heitir það, segir Valdimar.

Tengdamóðir mín lést fyrir rúmum tveimur árum. Börnin hennar voru nú að fá póst sendan í virðulegu umslagi frá…

Posted by Illugi Jökulsson on Thursday, December 3, 2020

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -