Skelfing og ofsahræðsla!

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Björn Birgisson skrifar:

Fréttamenn eiga að segja fréttir á hlutlausan hátt.

Forðast eins og heitan eldinn að túlka þær – ofgera eða draga úr tilefni fréttanna.

Nú skelfur jörðin og Grindavík er einna næst upptökunum af þéttbýliskjörnum.

Því er eðlilegt að fréttamenn leyti hingað eftir fréttum og viðtölum við fólk.

Hlustaði með athygli á hádegisfréttir Bylgjunnar og RÚV.

Orðunum skelfing og ofsahræðsla brá fyrir.

Ekki af vörum viðmælenda – heldur fréttamannanna.

Það getur vel verið að einhverjir hér séu skelfingu lostnir, en það á alls ekki við meginþorra bæjarbúa.

Fólk hér er flest vant því að jörðin skjálfi, en vissulega var skammturinn býsna vel útilátinn í morgun og eitthvað titrar enn.

Það sem fyrst og fremst fyllti fólk hér ótta á síðasta ári voru fregnirnar um landrisið.

Það benti eindregið til kvikuhreyfinga djúpt í jörðu og kvikuhreyfingum geta fylgt eldgos.

Nú mælist ekkert landris.

Bara jarðskjálftar.

Eins og svo oft áður.

Fólk hér er ekkert að fara á límingunum.

Tekur þessum atburðum af æðruleysi og vonar að sjálfsögðu hið besta.

Það er miklu meiri hætta á að fréttafólkið fari yfir um á taugum við það eitt að heimsækja bæinn!

Skelfing og ofsahræðsla?

Ekki réttu orðin um hugarástand bæjarbúa almennt.

Höfundurinn, Björn Birgisson er þjóðfélagsrýnir og pistlahöfundur, búsettur í Grindavík.

Sjá fleiri greinar á samfélagsmiðlasíðu Björns.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -