Fimmtudagur 28. mars, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Skellt í lás á tjaldsvæði Akureyrar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tjaldsvæðið við Þórunnarstræti á Akureyri lokar senn. Áformað var að loka tjaldsvæðinu eftir sumarið 2020, en ákveðið var að blása lífi í það eitt sumar til viðbótar.

Í byrjun sumars sagðist Tryggvi Marinósson, forstöðumaður tjaldsvæðisins, í samtali við Vikublaðið á Akureyri, ganga út frá því að tjaldsvæðinu yrði lokað eftir þetta sumar. „Við gerum algjörlega ráð fyrir því í okkar plönum þó við vitum það ekki fyrir víst.“

Veðrið hefur leikið við gesti tjaldsvæðisins á Akureyrar í sumar.

Þétting byggðar virðist mörgum hugleikin þessi misserin og stendur einmitt til að byggja á lóð tjaldsvæðisins. Gert er ráð fyrir að þar rísi íbúðabyggð, verslun og þjónusta.

Samkvæmt nýjasta deiliskipulagi lóðarinnar á ný heilsugæsla að rísa á bílastæði tjaldsvæðisins og Icelandair Hótels. Samkvæmt skipulaginu mun bílastæðum á svæðinu fækka um 13 talsins og spyrja margir sig hvernig það teljist röklegt að fækka bílastæðum þar sem bílastæðisplanið á lóðinni standi oft á tíðum fullt. Vissulega þurfi ekki lengur að huga að bílastæði fyrir tjaldsvæðisgesti, en aftur á móti þurfi bílastæði fyrir starfsmenn og gesti heilsugæslunnar, auk gesta hótelsins. Samkvæmt deiliskipulaginu er fyrirhuguð stækkun hótelsins og má þá gera ráð fyrir að herbergjum þess fjölgi og þá um leið gestum sem flestir koma líkast til akandi.

Í deiliskipulaginu segir: „Mögulegt er að umferðaraukning verði að og frá svæðinu vegna heilsugæslustöðvar. Staðsetning lóðarinnar er þó þannig að ekki þarf að aka í gegnum íbúðarhverfi til að komast að og frá henni og því mun breytingin ekki valda íbúum hverfisins óþægindum vegna mengunar eða umferðar. Vegna þess er ekki talið að aukning á umferð að og frá svæðinu hafi veruleg áhrif.“

Fyrirhugaðar breytingar. En ekki eru komnar teikningar af byggðinni sem rísa skal á tjaldsvæðinu sjálfu.

Furða íbúar sig á þessari staðhæfingu og skilja í raun ekki hvernig ráðið hafi komist að þessari niðurstöðu. Jón Hjaltason sagnfræðingur og íbúi hverfisins er meðal þeirra sem mótfallinn er þessari breytingu. Hann skrifar í grein sem birtist á Akureyri.net:

- Auglýsing -

„Hvað gerist nú þegar drjúgur hluti þessa bílastæðis við Icelandair hótelið hverfur samtímis því að Akureyringar munu leita þangað sem aldrei fyrr? Að þessu sinni sér til lækninga. Jú, Byggðavegur suður af mun breytast í bílastæðagötu. Og ef til vill einnig íbúðagötur í hinu þéttbyggða (og væntanlega háreista, hvað sem líður núverandi skipulagshugmyndum) tjaldbúðahverfi sem senn rís. Hver veit?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -