Fimmtudagur 18. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Skemmdarvargur fremur myrkraverk á Stúdentagörðunum: „Ég ætlaði varla að trúa því sem að kom næst“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skemmdarvargur er laus á Stúdentagörðunum en hefur hann gert íbúum þar lífið leitt að undanförnu. Félagsstofnun stúdenta ætlar að setja upp myndavélar.

Arnar nokkur tvítaði nýlega á Twitter þar sem hann segir frá því að hann sé enn í grúppu íbúa Stúdentagarðanna þó hann sé nú fluttur þaðan. Hann hafði séð umræðu þar um einstakling sem á síðustu dögum hefur valdið tjóni og óþægindum á Stúdentagörðunum á Suðurgötunni.

Sökudólgurinn virðist ætíð vinna verk sín á nóttunni en meðal þess sem einstaklingurinn hefur gert er að fylla lyftuna af húsgögnum svo fólk hafi neyðst til að fara niður stigann, hann hefur sett grjót í þvottavél í sameigninni og sett hana af stað og þannig eyðilagt vélina. Þá hefur hann einnig tekið rennandi blaut föt úr þvottavélum og hent á gólfið sem og „tók allskyns heimilisáhöld og dagblöð, setti í aðra þvottavél með næstum heilum dúnk af þvottaefni nokkrum dögum seinna og stíflaði hana,“ eins og Arnar orðaði það og bætti við: „Það er nú beðið eftir viðgerðum og hvort hún sé í lagi.“ Þá sagði Arnar einnig frá uppátæki einstaklingsins sem kom honum mjög á óvart: „Ég ætlaði varla að trúa því sem að kom næst. Aðilinn tók risastórt grjót, setti í eina af fjórum sameignarþvottavélina og setti hana af stað. Hún er núna ónýt.“

Mannlíf heyrði í starfsmanni Stúdentagarða og spurði hvort búið væri að hafa hendur í hári skemmdarvargsins.

„Nei, við vitum ekki hver er að verki en erum vissulega að vinna hörðum höndum að komast að því. Við erum að vinna í því núna að setja upp myndavélar, vonandi hefur það eitthvað að segja. Nú ef ekki væri næsta skref að setja upp vakt í húsið til að hafa hendur í hári þessa aðila en ég á nú von á því að myndavélarnar dugi til.“ Aðspurður hvort starfsmaðurinn teldi um einn einstakling að ræða eða fleiri svaraði hann: „Ég hef bara ekki hugmynd um það en ég myndi halda bara einn.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -