Lögreglan hafði afskipti af manni í gærkvöldi sem hafði verið til vandræða fyrir utan matvöruverslun í höfuðborginni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem lögregla hefur haft afskipti af þessum sama manni en hefur ítrekað verið kvartað undan honum við þessa tilteknu verslun. Lögreglan vísaði manninum í burtu og hlýddi hann þeim fyrirmælum..
Þá var einstaklingur sem vann skemmdarverk í apóteki, gerandinn er kunnugur lögreglu en ekki er vitað er hvað manninum gekk til.
Óskað var eftir lögregluaðstoð vegna ónæðis. Karlmaður hafði komið sér fyrir ,fyrir utan félagslegt húsnæði. Hann lét þar illa og ónáðaði íbúa. Lögreglan neyddist að fjarlægja manninn af svæðinu.
Grunsamlegar mannaferðir voru í Vesturbænum seint í nótt. Ekki er vitað hvort um tilraun til innbrots sé að ræða né eru frekari upplýsingar um málið. Í Kópavogi var hinsvegar brotist inn í vinnuskúr en ekki er vitað hvort einhver fingralangur hafi farið þar um.
Að lokum var einn sviptur ökuréttindum. Maðurinn var gómaður við akstur undir áhrifum fíkniefna og var látinn laus eftir að sýnataka hafði farið fram.