Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Skipið sem olli stærsta mengunarslysi við Íslandsstrendur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það tekur stund að gera svona skip, það eru mörg handtök í þessu og mikið nostur,“ segir Ingvar Friðbjörn Sveinsson hagleiksmaður í Hnífsdal.

Dagsdaglega er Ingvar kallaður Ingi Bjössi og flestum ókunnur undir fullu nafni. Hann hefur smíðað ótrúlega magnað líkan af síðutogaranum Caesar H226 frá Hull í Englandi.

Hvert smáatriði skipsins er eins og fyrirmyndin. Uppsett Granton troll sjóklárt út í síðu með húðum og öllu sem tilheyrir og bundið fyrir pokann.
Spil skipsins eru öll hreyfanleg og virka bæði kúplingar og bremsur. Hvert smáatriði er á sínum stað. Skipið er 2.8 metrar að lengd. Vírar eru splæstir og þrykkingar þar sem þær eiga að vera.
Fólk getur komið við á Dalvegi 12 í Hnífsdal um helgar og fengið að skoða þessa einstöku listasmíð sem heillar alla þá sem til skipa þekkja og ekki síst fólk sem unnir góðu handverki.

En hvað varð til þess að Ingi Bjössi smíðaði breskan togara en ekki til dæmis Pál Pálsson úr Hnífsdal?

„Þetta skip hefur verið mér ofarlega í huga allt frá því að ég var ungur maður. Skipið strandaði í apríl 1971 við Arnarnes hérna í Djúpinu í björtu og stilltu veðri. Skipverjar og útgerð skipsins afþökkuðu alla aðstoð. Þremur dögum seinna hafði mikil olía lekið úr skipinu og fór um allar fjörur og mikill fugladauði hlaust af. Talið er að ekki færri en 3000 fuglar hafi drepist í þessu olíubaði. Í maí tókst að koma skipinu af strandstað og var því lagt við sandrif á Ísafirði. 1. júní var skipið dregið af stað áleiðis til Englands án þess að nokkuð væri hugað að því hreinsa olíu úr tönkum þess. Mörgum hér vestra fannst þetta vera glannalegt.

Skipið sökk avo um 40 sjómílur vestur af Látrabjargi og með því um 160 tonn af olíu. Mér hefur alltaf sviðið þetta kæruleysi enda tel ég þetta vera næst stærsta mengunarslys við Íslandsstrendur, segir Ingi Bjössi.
Hann hefur verið á sjó allt sitt líf og veit því að bera verður virðingu fyrir hafinu og umgengni um það.

- Auglýsing -
Það er bókstaflega allt á sínum stað.
Mynd aðsend

Nú eru tvö skip kominn langt áleiðis í smíðum, bæði skipin eiga sterka tengingu við Ísafjörð. Sólborg ÍS 260 sem Ísfirðingur hf. eignaðist 1951 og var flaggskip ísfirska flotans 732 tonn að stærð. Skipið markaði byltingu í atvinnulífi bæjarbúa.
Júpiter GK 161 var smíðaður 1925 fyrir Tryggva Ófeigsson og var í drift fram yfir 1960. Skipið var gert út síðustu ár frá Þingeyri og svo Flateyri undir nafninu Guðmundur Júní ÍS 20. Skipið var nær 400 tonn að stærð.

Skipið dagaði svo uppi í fjörunni á Suðurtanga sem skjól fyrir slippinn og ólust margir árgangar Ísfirðinga upp við að leika sér þar um borð.
„Ég stefni á að klára nýju skipin að ári og svo kemur í ljós hvað tekur við en ég mun áreiðanlega smíða fleiri skip. Allt verður þetta til sölu, nokkuð hefur verið spurt um Breska togarann bæði hér og líka komið fyrirspurnir frá Hull. Ég veit ekki hvað verður um hann, en hann er til sölu. Nú, ef einhvern vantar að láta smíða fyrir sig skip, þá er ég hérna í skúrnum,“ segir völundurinn í litla bílskúrnum í Hnífsdal

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -