Fimmtudagur 25. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Skipstjóri og framkvæmdastjóri Júlíusar ætla að hundsa sjópróf

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hvorki Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri frystitogarans Júíusar Geirmundssonar, né Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, sem gerir út skipið, ætla að mæta til sjóprófa sem haldin verða eftir rúma viku. Það gáfu þeir út fyrir rétti í dag og segja ástæðuna vera að þeir séu meintir sakborningar í lögreglurannsókn nú þegar og þurfi því ekki að mæta til prófanna. Þetta er athyglisvert í þvi ljósi að framkvæmdastjórinn hefur þegar beðist fyrirgefningar á mistökum gagnvart áhöfn.

Áður hafa þeir þráast við að afhenda sjódagbók togarans og var deilt um afhendingu hennar fyrir Héraðsdómi Reykjaness nú síðdegis. Þar var einnig tekist á um fyrirhuguð sjópróf og þar fullyrtu tvímenningarnir, eða lögmaður þeirra nánar tiltekið, að þeir myndu ekki taka þátt í vitnaleiðslum sjóprófanna. Svo herma heimildir Mannlífs. Aftur á móti var dagbókin afhent dómara fyrir réttinum sem nú fær það hlutverk að meta hvort bókin verði afhent stéttarfélögum sjómanna sem kærðu útgerðina og skipstjórann fyrir slæma meðferð skipverja í margfrægum Covid-túr hans á dögunum. Í lögum segir: Hver, sem hefur lögmætra hagsmuna að gæta, getur krafist þess að fá að kynna sér efni skipsbóka, eftir því sem við verður komið, og að fá endurrit úr þeim ef honum er nauðsyn á því“. 

Sjóprófum vegna Covid-túrs frystitogarans Júlíusar Geirmundssonar ÍS var frestað nýverið. Hraðfrystihúsið Gunnvör, sem gerir út skipið, neitar að afhenta skipsbók togarans eins og lög gera ráð fyrir og voru ástæður þess persónuverndarsjónarmið vegna upplýsinga sem í sjóbókinni leynast um einstaka skipverja. Lögmaður skipstjórans segir það vel koma til greina að afhenda bókina eftir að covid-upplýsingar hafi verið afmáðar úr henni. Sjálfur togarinn er farinn aftur út á miðin með nýrri áhöfn. Á mánudaginn þurfa málsaðilar aftur að mæta fyrir réttinn og þá úrskurðar dómari væntanlega úr um varðandi skipsdagbókina. Viku síðar er svo stefnt á sjóprófin en útlit er fyrir að þau fari fram án framkvæmdastjórans og skipstjóra.

Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri Júlíusar Geirmundssonar.

Stéttarfélög áhafnarinnar á frystitogaranaum Júlíusi Geirmundssyni ÍS tóku höndum saman og kærðu útgerðina til lögreglu. Tilefnið er frægur Covid-túr togarans þar sem útlit er fyrir að veikum sjómönnum hafi verið haldið á sjó svo vikum skiptir og neyddir til vinnu. Þá hefur útgerðin orðið uppvís að því að hlýða ekki sóttvarnarlækninum á Vestfirði sem gaf ítrekuð tilmæli þess efnis að togaranum yrði stýrt í land svo áhöfnin kæmist í sýnatökur. Það var ekki gert fyrr en þremur vikur eftir brottför.

Ég frábið mér sýndarréttarhöld

RÚV hefur yfirlýsingu Sveins skipstjóra undir höndum. Þar segir hann ásakanir á hendur sér þungbærar og framundan séu sýndarréttarhöld. „Fram hafa komið þungar ásakanir í minn garð og kærur, m.a. frá mínu eigin verkalýðsfélagi. Er þungbært að sitja undir slíkum ásökunum,“ segir í yfirlýsingunni þar sem er undirstrikað að lögreglan hafi fengið allar þær upplýsingar sem hún óskaði eftir við rannsókn málsins. Skipstjórinn segir að hann bíði nú sem sakaður maður eftir niðurstöðu lögreglurannsóknarinnar, á sama tíma og verkalýðsfélögin fara fram á sjópróf. Ætla þau að halda opinber réttarhöld yfir mér þar sem leiða á sannleikann í ljós og opinberlega smána mig. Ekki þarf að spyrja að því hvernig sá dómur verður, enda hafa þau þegar fellt hann. Ég frábið mér sýndarréttarhöld og opinberlega auðmýkingu í boði stéttarfélags míns og mun ekki taka þátt í þeim,“ segir í yfirlýsingunni, þar sem skipstjórinn ítrekar vilja til samtals til að bæta öryggi sjómanna. En ekki með þessum hætti,“ segir í tilkynningunni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -