Fimmtudagur 28. mars, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Skipverja sem braut sóttkví líklega fyrirgefið: „Kemur frá ungu barni og konu þegar honum verður á“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis í Grindavík, sem gerir út línúbátinn Fjölni GK, á alveg eins von á því að skipverjanum sem braut sóttkví nýverið verði fyrirgefið. Örlög skipverjans eru þó ekki alveg ráðin því þau koma í ljós þegar skipið kemur í land.

Níu skipverjar þurftu að sitja í sóttkví um borð í línubátnum Fjöln við bryggju í Grindavík eftir að skipverji nngreindist með covid-19. Viðkomandi hafði nýverið komið til landsins frá útlöndum og hafði greinst neikvæður í fyrri sýnatöku á landamærum. Hann var þó nýmættur til vinnu og búinn að heilsa þremur öðrum skipverjum þegar hann fékk svar um að sýni greindist jákvætt eftir seinni skimun. Síðar kom í ljós að smitið var gamalt.

Aðspurður hvort atvikið kunni að hafa áhrifa á stöðu skipverjans hjá útgerðinni hafði Pétur þetta að segja:

„Hvort það verði eftirmál eða ekki er í höndum skipstjórans og ég held að hann sé ekki búinn að taka neina ákvörðun ennþá. Hann fór með í þennan róður núna og svo skoðum við þetta í rólegheitunum. Þetta var yfirsjón hjá honum þannig hann braut reglur fyrirtækisins og traust skipstjóra. Það gera sér allir grein fyrir því að það er alvarlegt, hann þar á meðal,“ segir Pétur og bætir við:

„Þetta er maður sem er búinn að vera hjá okkur í langan tíma og reynst mjög vel. Þetta er ungur maður sem er nýkominn úr fæðingarorlofi, frá ungu barni og konu þegar honum verður þetta á. Án þess ég vilji gera neitt lítið úr alvarleikanum. Hann hefur einhverjar málsbætur þó þetta hafi litið mjög illa út, við erum allir mannlegir og þarna er ungur maður sem verður á einu sinni.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -