Föstudagur 7. október, 2022
4.8 C
Reykjavik

Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar skoðar mál Leifs skólastjóra

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar skoðar nú brottrekstur Leifs S. Garðarssonar, skólastjóra Áslandsskóla, úr starfi sem körfuboltadómara á vegum KKÍ, líkt og Mannlíf greindi fyrst frá. Honum er gefið að sök að hafa átt í ósæmilegum samskiptum við leikmann á samskiptamiðlum. Hvort það komi til með að hafa áhrif á stöðu hans sem skólastjóra er óljóst á þessari stundu.

Samskipti Leifs við leikmanninn eru sögð á þann veg að stíga í vænginn við viðkomandi sem síðan kvartaði undan því við KKÍ. Samkvæmt óyggjandi heimildum Mannlífs var hann settur af sem dómari hjá sambandinu og þar hefur hann ekki dæmt leik frá því málið kom upp. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir svona hegðun ekki liðna hjá sambandinu og hvetur leikmenn til að stíga fram og segja sögur sínar.

Fanney Dóróthe Halldórsdóttir, sviðsstjóri fræðslu- og frístundaþjónustu bæjarins, segir málið í skoðun og þegar hafi verið rætt við Leif vegna ásakananna. Aðspurð hvort málið kunni að hafa áhrif á stöðu skólastjórans segir hún það ekki hafa komið til tals ennþá. „Við erum að sjálfsögðu að skoða málið nánar og sú vinna er hafin. Við eigum okkar áætlanir og verkferla til að fylgja eftir. Svona ásakanir eru náttúrlega alvarlegar og því eðlilegt að við eigum samtal við manninn til að skoða þetta nánar,“ segir Fanney. 

Veistu meira um málið? Fullum trúnaði er heitið. Mannlíf tekur við ábendingum, myndböndum og myndum á [email protected]

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -