Miðvikudagur 17. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

„Skömm sé okkar tímum“ – Umdeildasti lögmaður landsins hjólar í umdeildasta dómarann

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sveinn Andri Sveinsson er óneitanlega meðal umdeildustu lögmönnum samtímans. Það er því viðeigandi að hann hjóli í umdeildasta dómara landsins, Arnar Þór Jónsson. Arnar tekur þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins og virðist telja að það samrýmist að halda áfram sem dómari.

Sveinn Andri segir forvera hans hafa litið öðru vísi á stöðuna. „Gunnar Thoroddsen var umdeildur stjórnmálamaður, en óumdeilanlega einhver færast lögspekingur Íslendinga á síðustu öld; hálfgert undrabarn sem varð prófessor í lögfræði aðeins þrítugur að aldri. Gunnar var skipaður dómari við Hæstarétt íslands í ársbyrjun 1970 en rétt rúmlega 8 mánuðum síðar baðst hann lausnar frá embætti þar sem hann hafði ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins,“ segir Sveinn Andri á Facebook.

Hann vitnar svo í Gunnar sem mun hafa sagt: „Ég tel að þátttaka í prófkjöri samrýmist ekki stöðu hæstaréttardómara og mun því segja af mér embætti áður en prófkjör hefst.“ Sveinn segir þetta dæmi um hvílíka tíma við lifum á. „Sá ágæti héraðsdómari Arnar Þór Jónsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur gefið það út að „búist við að fara í leyfi á meðan á framboði stendur.“ Ég segi bara eins og Cicero forðum: O tempora! O mores!  (Skömm sé okkar tímum og okkar glötuðu grundvallarreglum.)“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -