Fimmtudagur 25. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Skora á stjórnvöld að lækka blómatolla: „Stuðla að því að blómaverð er hátt og tilteknar vörur fást ekki“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Félag atvinnurekenda hefur skrifað fjármálaráðherra og landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra samhljóða erindi og óskað viðræðna við ráðuneyti þeirra um niðurfellingu tolla á blómum.

Í erindi FA er bent á það óhagræði, háa verð og samkeppnishömlur sem leiði af háum blómatollum. Erindi FA fylgir stuðningsyfirlýsing 25 blómaverslana, -innflytjenda og -verkstæða víða um land, sem í sameiningu standa fyrir drjúgum meirihluta blómaverslunar og blómainnflutnings á Íslandi.

Á heimasíðu FA kemur fram að tollar á blóm hafi orðið eftir þegar áformum var hrint í framkvæmd um að fella niður tolla á öllum vörum nema matvörum 2016-2017. Háir tollar stuðli að alltof háu verði á blómum, en blómatollar samanstanda annars vegar af 30% verðtolli og hins vegar stykkjatolli sem leggst á hverja einustu plöntu, sama hvort um er að ræða pottablóm eða afskorin blóm. Þannig leggst á flest innflutt pottablóm 30% verðtollur og 200 króna stykkjatollur.

Tollur hvetur til innflutnings á dýrari vörum

Stykkjatollurinn hvetur innflytjendur til að flytja inn dýrari vörur, þar sem það einfaldlega borgi sig ekki að flytja inn ódýrari vöru. „Þetta stuðlar annars vegar að því að verð á blómum er hátt og hins vegar að því að tilteknar vörur fást ekki,“ segir á heimasíðu FA.

Innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn

Samdóma álit allra fagaðila sem að málinu koma er að innlend framleiðsla anni ekki eftirspurn. Fáar tegundir eru ræktaðar á Íslandi og magn blómabúða fyrir stærri blómadaga, til dæmis Mæðradag, Konudag og Valentínusardag, anni ekki eftirspurn.

- Auglýsing -

Háir tollar þótt innlend framleiðsla sé engin

FA segir að eina hugsunin að baki tollum á blóm geti verið sú að vernda innlenda framleiðslu fyrir samkeppni. Háir tollar eru hins vegar á mörgum tegundum blóma, burtséð frá því hvort einhver innlend framleiðsla er á þeim. Hvaða rök liggja þar að baki? er spurt í bréfi FA.

Telur FA ekki vafa leika á því að aukin velta með innflutt blóm, sem myndi fylgja afnámi tolla, myndi bæta ríkissjóði tekjutapið og gott betur í formi aukinna tekna af virðisaukaskatti.

- Auglýsing -

Ósk um viðræður

Í niðurlagi bréfsins til ráðherranna lýsir FA sig reiðubúið til viðræðna við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og fjármálaráðuneytið um leiðir til að auka frelsi í innflutningi á blómum og fella niður tolla, jafnt versluninni í landinu sem neytendum til hagsbóta. Félagið leggur til að fulltrúar blómaverslana og innflytjenda á blómum verði jafnframt kallaðir til í þeirri vinnu.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -