Þriðjudagur 23. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Skortur á skjólgóðum fatnaði í Konukoti: ,,Við höfum áhyggjur af vetrinum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Halldóra R. Guðmundsdóttir, forstöðukona Konukots auglýsti á Facebook í gær eftir fatnaði fyrir skjólstæðinga en mikill skortur var orðinn á vetrarfatnaði hjá þeim.
Konukot er úrræði fyrir heimilislausar konur þar sem grunnþörfum kvenna sem leita þangað er sinnt. Þar geta konur gengið að húsakjóli og mat, auk þess sem þær geta þvegið fatnað og fá úthlutað fatnaði eftir þörfum.

Viðbrögð við Facebook færslu fékk gríðarleg viðbrögð og í samtali við Vísi sagði Halldóra að velvildina vantaði ekki í samborgara: ,,Við höfum áhyggjur af vetrinum en það hefur ekki stoppað hurðin og síminn síðan ég setti þetta inn áðan.“

Starfsemin breyttist í kórónufaraldrinum en vegna sóttvarnareglna þurfti að fækka plássum í konukoti tímabundið. Plássin fóru úr því að vera tólf í átta en Reykjarvíkurborg opnaði í kjölfarið annað neyðarskýli í Skipholti.
Aðsókn í Konukot jókst í sumar en segir Halldóra ekki vita hvað liggi þar að baki, en bendir á að Grensáskirkja reki einnig starfsemi líka konukoti sem ber heitið Skjól.

Hallóra er virkilega þakklát þeim sem hafa gert sér ferð og komið með fatnað og annað sem kemur til með að koma að góðum notum í konukoti. Hún segir að ennþá sé þörf á vetarskóm og vettlingum, en öll hlý föt komi sér vel.
Við húsnæðið standi gámur, sérstaklega fyrir Konukot og hægt er að skilja eftir fatnað þar. Gámurinn er opinn allan sólarhringinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -