• Orðrómur

Skotfélag Kópavogs dæmt: Ráku félagsmann og þurfa að borga 1.2 milljónir

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Skotsportveiðifélag Kópavogs var í gær dæmt til að greiða fyrrverandi félagsmanni 1200 þúsund krónur í miskabætur og lögfræðikostnað vegna ólöglegrar brottvikningar hans. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness felst fullnaðarsigur mannsins sem var rekinn úr félaginu.

Málsatvik voru þau að stjórnendur félagsins tilkynntu manninum fyrirvaralaust að hann væri rekinn úr félaginu. Skýringin var sú að hann hefði sýnt óvarkárni í meðferð óhlaðins skotvopns. Hafði skotstjóri tilkynnt stjórn um meint atvik. Skotfélagi mannsins vitnaði um að sakir hefðu verið rangar og alls ekki um óvarkárni að ræða, eins og haldið var fram. Þess utan er kveðið á um það í lögum félagsins að ekki sé hægt að reka fólk úr félaginu nema að undangenginni áminningu. Staðfest er að engin áminning hafði átt sér stað áður en stjórnin tók þá ákvörðun, 18 desember 2018, á messenger að reka manninn. Ákvörðunin ar staðfest á aðalfundi félagsins í febrúar árið 2019. Félagið nýtur opinberra styrkja.

Maðurinn krafðist afsökunarbeiðni frá félaginu og að brottvikningin yrði afturkölluð. Því var hafnað en formaður stjórnar félagsins baðst afsökunar á því að hafa valdið honum óþægindunum og viðurkenndi tillitsleysi. Sá mun hafa haldið því fram að hinn brottreknin væri „hættulegur“, án þess að rökstyðja það frekar. Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður sótti málið fyrir hinn brottrekna.

Í dómnum segir að stefndi skuli greiði stefnanda 200.000 krónur með vöxtum. Þá skal  stefndi greiði stefnanda 1.000.000 króna í málskostnað. Niðurstaðan er áfellisdómur yfir stjórnendum félagsins sem munu hugsanlega sæta lögsókn, persónulega, vegna meintra ósanninda og óhróðurs.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -