Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Skotmaðurinn ætlaði að láta lögregluna bana sér: „„Óhugnanlegt“ að horfa í augu ákærða“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Framburður lögreglumanna, sem mættu á vettvang þegar 44 ára karlmaður hóf skotárás í Dalseli á Egilsstöðum í lok ágúst í fyrra, ber ekki að öllu leyti saman, né saman við tækniskýrslur. Þeir eru þó sammála um að skotmaðurinn hafi hvað eftir annað hundsað skipanir þeirra um að leggja niður vopn. Þá hafi staðið greinileg ógn af framferði mannsins.

Aðalmeðferð í málinu hélt áfram í dag í Héraðsdómi Austurlands. Karlmaðurinn er ákærður fyrir að hafa ógnað þáverandi sambýliskonu sinni með skammbyssu á heimili þeirra í Fellabæ þann 26. ágúst í fyrra. Eftir það ók hann yfir í Dalsel á Egilsstöðum þar sem fyrrum eiginmaður sambýliskonu hans bjó ásamt tveimur sonum þeirra. Ruddist maðurinn inn vopnaður haglabyssu og skammbyssu og skaut úr þeim bæði innandyra og utan. Lögreglan mætti á staðinn og skipaði honum að leggja niður vopn. Endaði það á því að lögreglan skaut hann í kviðinn. Er hann meðal annars ákærður fyrir tvær manndrápstilraunir en hann neitar þeim parti ákærunnar.

Bar ekki saman um fjöldi skota

Þinghaldið var opið yfir manninum en lokað þegar fyrrum sambýliskona hans, synir hennar og fyrrverandi eiginmaður báru vitni, var þinghaldið lokað. Austurfrétt sagði frá málinu í dag.

Lögreglumaðurinn sem skaut þann ákærða bar vitni eftir hádegi. Sagðist hann hafa verið heima hjá sér í frívakt þegar hann boð um að vopnast vegna mögulegs byssumanns og fara með ungri lögreglukonu sem var ein á vakt. Sótti hún hann og fóru þau fyrst í Fellabæ. Um leið og þeim var ljóst að vopnaði maðurinn væri ekki lengur í Fellabæ heldur í Dalseli á Egilsstöðum, óku þau yfir á Egilsstaði. Sagði hann að þau hefðu fengið tilkynningar um skothvelli í fleirtölu. Samkvæmt honum lögðu þau lögreglubílnum fyrir utan húsið og séð þar inni þann ákærða. Lögreglumaðurinn hafi svo komið sér fyrir í vari við bílinn með skjöld fyrir framan sig og kallað til ákærða að nú væri vopnum lögregla mætt og sagt honum að leggja frá sér byssurnar. Við það hafi sá ákærði komið út úr húsinu og skotið tveimur skotum sem lögreglumaðurinn hafi svarað með fjórum til fimm skammbyssuskotum. Bætti hann því við að hann myndi ekki meira en eldglæringar og hávaða. Sagði hann ennfremur að þetta hefði gerst á 4-5 sekúndum en eftir þetta hafi sá ákærði farið aftur inn í húsið.

Verjandinn þráspurði lögreglumanninn um framburð hans og ítrekaði lögeglumaðurinn hann aftur og aftur. Lögreglukonunni og stjórnandi rannsóknar tæknideildar lögreglu voru ósammála framburði lögreglumannsins. Sögðu þau að hann hafi ekki verið staðsettur á bakvið lögreglubílinn í byrjun. Hann hafi verið heldur nær húsinu eða við vélarhlíf jeppa sem staðsettur var í bílastæðinu sem snéri að götunni. Tóm skothylki úr byssu lögreglumannsins ásamt öðrum gögnum hjálpaði tæknideildinni að komast að þeirri niðurstöðu. Lögreglukonan staðfesti einnig þá staðsetningu. Þá sýndi vettvangsrannsókn að lögreglumaðurinn hafi skotoð 10 til 11 skotum í þessari lotu en ekki 4-5 líkt og hann hélt fram. Sagði hann að það væru fréttir fyrir sér.

- Auglýsing -

Aukreitis var deilt um staðsetningu skotmannsins í réttarsalnum í dag. Sagði lögreglumaðurinn að hann hefði verið kominn út úr húsinu en sá ákærði sagðist hafa verið í forstofunni. Tæknideildin komst að þeirri niðurstöðu út frá skothylkjum sem fundust á vettvangi, að maðurinn hafi annað hvort verið rétt fyrir innan eða utan dyragættina þó líklegra hafi hann verið fyrir innan.

Verjandi mannsins rengdi staðhæfingu lögreglumannsins um að ákærði hafi skotið á undan. Máli sínu til stuðnings lagði hann fram matsgerð dómskvadds sérfræðings að utan, um tímasetningu skota út frá myndbandsupptöku úr lögreglubíl. Samkvæmt henni skutu ákærði og lögreglumaðurinn fyrstu skotum sínum á sömu millisekúndunni. Staðhæfði lögreglumaðurinn aftur á móti að hann hefði aldrei skotið án þess að fyrst væri skotið á hann. Ekki gat rannsókn íslensku tæknideildarinnar skorið úr um það. Lögreglukonan unga sagði hinn ákærða hafa skotið fyrst að lögreglumanninum en gat svo ekki svarað verjandanum, sagðist ekki geta tjáð sig um það.

Þá var einnig deilt um það í réttarsalnum í dag, hvort skotin hafi verið beint í áttina að lögreglumanninum. Sagði hann manninn hafa hent byssunni upp og skotið á hann. Orðaði hann það þannig samkvæmt Austurfrétt að þetta hafi ekki verið „viðvörunarskot í leit að gæs.“ Sagðist hann síðan hafa skotið á móti byssumanninu en sem betur fer hafi hvorugur hitt í látunum. Verjandi þýfgaði lögreglumanninn um þetta atriði og ítrekaði hann að ákærði hefði vissulega beint byssunni að sér. Sagði lögreglukonan það hafið yfir allan vafa að maðurinn hefði beint byssunni að þeim. Sagðist hún þó ekki muna nákvæmlega hvernig haldið var á byssunni.

- Auglýsing -

Skotmaðurinn „alveg vitfirrtur“

Eftir þessa skothríð fór maðurinn aftur inn í húsið. Lögregluþjónn úr Fjarðabyggð sem kom á vettvang til aðstoðar og unga lögreglukonan sögðu fyrir rétti að þau hefðu séð ákærða koma gangandi út úr húsinu með vopnin fyrir framan sig. Hann hafi gengið að lögreglubíl sem lagt var á götunni, þar sem lögreglumaðurinn sem hafði skotið á hann var í vari við. Hafi hann kallað aðvörunarorðum að manninum sem lagði vopn sitt á húdd bílsins. Skaut lögreglumaðurinn þá manninn yfir vélarhlífina.

Taldi lögreglumaðurinn úr Fjarðabyggð, sem á þessu augnabliki var búinn að draga sína byssu upp og kominn út á götuna, sagði þetta hafa verið einu leiðina. Sá ákærði hefði verið ógnandi og lögreglumaðurinn ekki átt undankomu auðið. Sagði hann ennfremur að sá ákærði hefði sýnt það með framferði sínu að hann væri tilbúinn að skjóta á fólk.

Lögreglumaðurinn sem skaut manninn sagði að það hafi verið „óhugnanlegt“ að horfa í augu ákærða sem hefði verið „alveg vitfirrtur“ og „ekki ætlað að hlýða fyrirmælum.“ Sagðist hann ekki muna hvort hann hefði fengið upplýsingar um að skotmaðurinn hefði þau plön að láta lögregluna skjóta sig, eftir lokaskotið eða fyrir það. Sagðist hann ekki hafa vitað hvað maðurinn var að hugsa en að lögreglan hafi ekki haft aðra valkosti en að skjóta hann. Hjá verjanda kom fram að hljóðupptökur úr fjarskiptamiðstöð lögreglu staðfesu að upplýsingar um fyrirætlun skotmannsins hefðu borist áður.

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -