Laugardagur 25. júní, 2022
7.8 C
Reykjavik

Skotmaðurinn hafnar ákæru um tilraunir til manndrápa – Játaði brot gegn vopnalögum

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Maðurinn sem ákærður er fyrir tvær tilraunir til manndráps í skotárásinni á Egilsstöðum í lok ágúst, neitaði þeim ákærulið fyrir rétti í dag en aðalmeðferð í málinu hófst í morgun við Héraðsdóm Austurlands. Játaði hann þrjá ákæruliði að hluta, af fimm.

Samkvæmt Austurfrétt var maðurinn spurður í réttinum í morgun, hvort afstaða hans til ákæruliðanna hefði breyst síðan hann lýst afstöðu sinni við þinghald í málinu í byrjun desember. Ákæran er í fimm liðum.

Hafnaði maðurinn fyrsta lið ákærunnar sem snýr að því að hann hafi beint skammbyssu að unnustu sinni á heimili þeirra í Fellabæ að kvöldi fimmtudagsins 26. ágúst. Þá neitaði hann um leið bótakröfu hennar.

Játaði hann að þeim liðum ákærunnar um húsbrot, eignaspjöll og vopnalagabrot er hann ruddist án leyfis inn á heimili barnsföðurs unnustu sinnar í Dalseli á Egilsstöðum, vopnaður tveimur byssum sem hann skaut af inni í húsinu og fyrir utan, á bifreiðar sem lagt var fyrir utan. Neitaði hann að ætlunin hafi verið að að drepa manninn.

Þá var hann aukreitist ákærður fyrir brot gegn barnaverndarlögum og vopnalögum fyrir að hafa hótað tveimur piltum sambýlisparsins fyrrverandi og beint að þeim hlaðinni haglabyssu þar sem þeir sátu í sófanum á heimili sínu í Dalseli. Hafnar maðurinn því að hafa haft í hótunum við piltana en sagðist aðspurður ekki rengja það að þeir hafi upplifað ógn af hans hálfu.

Samþykkti maðurinn einkakröfur mannsins er snéru að bótum vegna tjóns á munum og kröfu piltanna um miskabætur en tók þó fram að hann teldi fjárhæð miskabótanna of háa.

- Auglýsing -

Fjórði og næstsíðasti liður ákærunnar varðar tilraun til manndráps, hættubrot og vopnalagabrot með því að hafa skotið þremur skotum úr haglabyssu að lögreglumönnum sem voru í vari við Toyota Landcruiser bifreið í hlaði hússins. Högl úr byssunni lentu í bílnum og á húsi á móti. Neitaði maðurinn ákæru um tilraun til manndráps og hættubrot en játaði brotum gegn vopnalögum og valdstjórninni sem og eignaspjalla.

Í fimmta og síðasta lið ákærunnar er manninum gert að hafa brotið gegn valdstjórninni og vopnalögum með því að hafa gengið út úr húsinu, að lögreglubíl þar sem lögreglumaður var í vari og ógnað honum. Þeim lið neitar ákærði.

Sá ákærði gaf fyrstur allra skýrslu við upphaf aðalmeðferðarinnar í morgun. Mættu fleiri vitni í kjölfarið en sökum ófærðar á Héraði riðlaðist röðin á vitnunum. Heldur aðalmeðferðin áfram á morgun í Héraðsdómi Austurlands.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -