Þriðjudagur 19. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Skuggavera stundar ítrekuð innbrot í Fossvoginum: „Ég barði í rúðuna og hann lét sig hverfa“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Innbrotaalda virðist standa yfir í Fossvoginum en fjöldi tilkynninga hefur borist lögreglunni um málið. Mannlíf fjallaði um málið í gær.

Konan nokkur skrifaði í gær færslu í Facebook hópnum 108 RVK – Hverfagrúbba sem má segja að hafi vakið hrylling meðal lesenda. „Í nótt hrökk ég upp við að karlmaður var að reyna að brjótast inn um glugga og garðhurð hjá okkur,“ skrifar hún og heldur áfram, „ég barði í rúðuna og hann lét sig hverfa.“

Segir hún að útlitið á honum passi við lýsingar frá öðrum meðlimi hópsins, um mann sem reyndi innbrot hjá honum. Maðurinn hafi verið dökkur yfirlitum og klæddur í hettupeysu.

„Ég hringdi á lögregluna – þá voru þeir búnir að fá símtal frá öðrum í hverfinu og þegar ég heyrði í lögreglunni sem var hlaupandi um hverfið á eftir honum hafði hann einnig reynt við þriðja húsið.“

Viðmælandi sem Mannlíf ræddi við kallar þetta innbrotaöldu. Segir viðmælandinn að sá sem lýst hefur verið sem dökkur yfirlitum með hettupeysu, búa í hverfinu. „Hann gengur a milli húsa og leitar af einhverju til að stela og brýst inni hús/íbúðir í næsta nágrenni og svífst einskis.“ Nýlega var haldinn íbúafundur samkvæmt viðmælandanum. „Það er ný afstaðin íbúafundur þar í hverfinu vegna þessa manns sem gerir i því að brjótast inn og stela og lögreglan er í stökustu vandræðum með hann þar sem hann heldur bara áfram og er bara sleppt út aftur daginn eftir eða eftir skýrslutöku.“

Þá fullyrðir viðmælandinn að sérsveitin og lögreglan séu nánast daglega í húsinu sem um ræðir. Aukreitis segir hann eiga ljósmyndir af öðrum þjófi. „Hef einnig myndir af öðrum þjófi sem röltir um með kúbein og töskur á miðjum degi/kvöldi og brýst inn og kemur með allskonar asnalegar útskýringar ef að hann er gripinn glóðvolgur.“ Sá þjófur var reyndar ekki í Fossvoginum en lýsingin á aðferðum hans passar ágætlega við lýsingar á manni sem gengið hefur um Fossvoginn með kúbein í hönd og gefur upp skrítnar ástæður ef hann er nappaður.

- Auglýsing -

Líkur hún færslu sinni með varnaðarorðum. „Læsið og lokið gluggum vel …mjög óhugnalegt að vakna upp við þetta .“

Vakti færslan mikla athygli í hópnum og voru þó nokkrir sem skrifuðu athugasemd og lýstu yfir hneikslun sinni.

Birna nokkur sagði frá sinni reynslu frá sömu nótt. „Þeir voru tveir saman sem ég vaknaði við að voru að reyna að skrúfa upp eldhúsgluggann hjá mér í Kvistalandinu um fimmleytið í nótt. Annar í svartri hettupeysu og hinn í grárri. Löggan kom og ætlaði að svipast um í hverfinu í kjölfarið.“

- Auglýsing -

Ekki náðist í rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við vinnslu þessarar fréttar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -