Skúli minnist baráttukonunnar, móður sinnar: Amal Rún kýldi dónakarlana á barnum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Mamma sagði oft að ef einhver gerði grín að hárinu á mér eða húðlitnum þá ætti ég aldrei að svara. Aldrei að leyfa neinum að gera grín að mér. Og þannig horfði ég á heiminn. Ég gerði aldrei neitt,“ segir Skúli Isaaq Skúlason um móður sína, Amal Rún Qase, sem lést í janúar. Amal Rún var frá Sómalíu en lærði íslensku og talaði hana nánast eins og innfædd væri. Skúli er í helgarviðtali við Mannlíf. Hann segir að hún hafi verið sönn í baráttu sinni gegn rasisma.

„Hún var bara almennileg manneskja. Guð veit hversu mikið hún var búin að fara í gegnum út af hörundslit eða hári. Af hverju ætti ég að vera annars flokks þegn? Svartar konur slétta á sér hárið til þess að komast í starfsviðtal. Stanslaust. Stanslaust er þumall á þeim sem heldur þeim niðri. Mamma var svo sterk eftir alla þessa pressu. Því miður hefur fólk tekið sitt eigið líf fyrir töluvert minni hluti. Þetta var ótrúlega mikil pressa sem hún var með á sér frá fæðingu.“

Amal Rún varð oft fyrir fordómum á Íslandi. „Ég las nýlega gamalt viðtal við hana og hætti að lesa það þegar ég las að hún hefði lent í slagsmálum við karlmenn á börum niðri í bæ. Þeir voru að reyna við hana og þegar hún vildi að þeir létu sig í friði þá urðu þeir agressívir og gripu í hana og þá kýldi hún þá. Ég lokaði blaðinu strax. Ég spurði mömmu hvort að karlmenn hafi verið að leggja hendur á hana. Hún sagði: „Ástin mín, ég sýndi þeim bara nákvæmlega hvar Davíð keypti ölið.“ Ég bara „yes“! Þetta minnti mig á að reita hana aldrei aftur til reiði.“

Viðtalið í heild sinni er hér.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -