2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Skúli missir yfirráðin í WOW en fullvissar starfsfólk og viðskiptavini

Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, mun missa yfirráð sín í félaginu þegar kröfuhafar þess taka það yfir. Hann er engu að síður bjartsýnn á framtíðina fyrir hönd félagsins, segir að starfsfólk muni fá útborgað og að óhætt sé að kaupa farmiða með WOW.

Eins og fram hefur komið munu þeir fjárfestar sem tóku þátt í skuldabréfaútboði WOW í haust taka félagið yfir. Skúli hefur fram til þessa haft yfirráð í WOW í gegnum fjárfestingafélag sitt Títan. Segir á mbl.is að Skúli verði eftir sem áður hluthafi í WOW enda hafi hann sjálfur keypt 11% þeirra bréfa sem boðin voru til kaups í haust. Skúli verður hins vegar áfram í forstjórastólnum fyrst um sinn.

Í viðtali við Vísi fullyrðir Skúli að starfsmenn muni fá útborgað um næstu mánaðarmót og að óhætt sé að kaupa flugmiða með félaginu.

Samkomulagið við kröfuhafana grynnka all nokkuð á skuldstöðu WOW, en félagið skuldar 24 milljarða króna. Enn á eftir að semja við aðra kröfuhafa, svo sem ISAVIA, sem á 2 milljarða kröfu á flugfélagið. Hins vegar vantar WOW enn rekstrarfé og stendur leit að fjárfestum sem eru tilbúnir til að leggja 5 milljarða króna inn í félagið.

Sjá einnig: WOW nær samkomulagi

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is