Skúli Mogensen fyrrverandi eigandi flugfélagsins WOW segist hafa misst nánast alla von þegar flugfélagið fór á hausinn:
„Eftir á að hyggja hefði ég átt að leita mér aðstoðar. Reiðin og sorgin tókust heiftarlega á í hausnum á mér,“ segir Skúli og bætir við:
„Eftir alla uppbygginguna fannst mér ég vera einskis nýtur“ segir hann.
Skúla fannst hann „líka hafa brugðist svo mörgum, starfsfélögunum sem höfðu lagt nótt við dag til að byggja upp félagið með mér, öllum fjárfestunum, vinunum, fjölskyldunni og nýrri konu, henni Grímu minni sem ég hafð kynnst þegar allt lék í lyndi, en þegar þunglyndið sótti hvað harðast að mér bauð ég henni að fara frá mér, þetta væri ekki ferðalagið sem ég hafði ætlað henni með mér. Ég var andlega og líkamlega gjaldþrota.“