Miðvikudagur 5. október, 2022
7.8 C
Reykjavik

Skutlari barinn og rændur með vopni í Hafnarfirði

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Natalia Stobińska, pólskur skutlari hérlendis, segir farir sínar alls ekki sléttar í samskiptum við íslenska viðskiptavini sem lömdu hana og rændu með vopni snemma í gærmorgun. Árásin átti sér stað á Völlunum í Hafnarfirði og lögregla rannsakar málið.

Natalia segir frá atburðinu inni í fjölmennum hópi skutlara á Facebook og birtir þar myndir af sér eftir líkamsárásina. „Ég vil vara ykkur við. Ég var rænd og lamin af nokkrum ungmennum með vopnum. Þeir ullu líka skemmdum á bílnum mínum. Ég mun jafna mig en þeir fóru fram á alla peningana mína, síma og úr. Ég er búin að tilkynna til lögreglunnar sem rannsakar málið. Atvikið átti sér stað á Völlunum nærri Reebook-stöðinni nærri sjö í morgun,“ segir Natalia.

Fjölmargir taka þátt í umræðunni sem skapaðir undir færslu Nataliu og margir senda henni hlýjar kveðjur. Irma er ein þeirra. „Hræðilegt. Vonandi finnast þeir. Knús til þín elsku Natalia,“ segir Irma.

Það gerir Steinunn líka. „Þetta er ógeðsleg hegðun. Vonandi kærir þú þetta og láttu þér batna elskan,“ segir Steinunn.

- Auglýsing -

Karen veit hver ástæðan fyrir árásinni er. „Svona er íslenska uppeldið í dag. Til hamingu foreldrar. Rosalega leiðinlegt að heyra Natalia,“ segir Karen.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -