Föstudagur 23. september, 2022
6.8 C
Reykjavik

Sláandi lýsingar Kate í dómssal – „Ég fann blóðbragðið“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Líkt og Mannlíf greindi frá hófust réttarhöld yfir fótboltastjörnunni, Ryan Giggs, á mánudaginn síðasta. Snýst málið um meintar líkamsárásir og ofbeldishegðun en hefur Giggs sagst vera saklaus. Lýsingar Kate Greville, fyrrverandi kærustu fótboltamannsins, í dómssal voru sláandi og er varað við þeim hér að neðan.

Sagði hún frá nokkrum skiptum þar sem Giggs beitti hana ofbeldi en ein þeirra átti sér stað árið 2017. Sagði hún Giggs hafa dregið sig nakta á hótelherbergi og hent eigum hennar fram á gang. Kate sagði Giggs ítrekað hafa beitt sig ofbeldi allt til ársins 2020. Eitt skiptið hafi hún hringt á lögregluna en Giggs hafi í kjölfarið slegið hana í höfuðið með þeim afleiðingum að hún datt aftur fyrir sig.

„Ég var í sjokki. Ég datt aftur á bak,‘‘ sagði Kate og bætti við að hann hafi horft í augun á henni um leið og hann sló hana. „Vörin mín bólgnaði samstundis. Ég fann blóðbragðið. Hann vildi vísvitandi meiða mig.‘‘ Réttarhöldin munu halda áfram í dag en hefur Giggs neitað öllum ásökunum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -