Fimmtudagur 18. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Útgerðarmenn greiða minna fyrir veiðileyfi en laxveiðimenn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Veiðiárið 2016-17 greiddu íslenskir útgerðarmenn aðeins tvöfalt meira fyrir Íslandsmið en sportveiðimenn fyrir sína veiðidaga. Flestir hristu hausinn yfir slíkri fásinnu. Hvað skyldu útgerðarmenn hafa greitt fyrir þá afþreyingu að veiða á Íslandsmiðum árið 2020? Heldur minna (rétt lesið) en sportveiðimennirnir eða 4,8 milljarða króna! Finnst nokkrum sem ekki er á mála hjá útgerðinni það eitthvert vit?“ spyr Benedikt Jóhannesson, talnafræðingur og fyrrverandi fjátrmálaráðherra, um þau kjör sem íslenskir útgerðarmenn búa við varðandi einkaleyfi á veiðum úr íslenskum fiskistofnum. Benedikt birtir niðurstöðu sína í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 

Niðurstaða Benedikts er sláandi. Sportveiðimenn í íslenskum ám og vötnum greiddu meira fyrir veiðarnar á síðasta ári heldur en útgerðarmennrnir með veiðgjöldum sínum.

„Hagfræðistofnun Háskóla Íslands mat umfang þessara veiðigjalda árið 2018. Niðurstaða könnunarinnar var að þetta ár hefðu veiðileyfi í ám og vötnum á Íslandi verið seld fyrir 5,2 milljarða króna miðað við verðlag ársins 2020,“ skrifar Benedikt. 

Benedikt Jóhannesson .

Hann segir að útgerðarmenn telji að fiskimiðin séu þeirra eign. Lagaákvæðið um „sameign þjóðarinnar“ sé merkingarlaust.

„Stjórnmálamenn hafa í áratugi úthlutað lokuðum hópi vina sinna veiðiheimildum, fyrst endurgjaldslaust og svo gegn málamyndagjaldi. Þess vegna séu miðin eign útgerðaraðalsins og erfast eins og aðalstign í Bretlandi,“ skrifar Benedikt. 

Hann vill að þessu linni og útgerðarmenn greiði rétt verð fyrir einkarétt sinn. 

- Auglýsing -

„Í markaðsleið felst að árlega er hluti kvótans boðinn upp. Hlutfallið gæti verið milli 5 og 10% á ári. Hver útgerð fær þá endurgjaldslaust 90-95% af kvóta fyrra árs, en er heimilt að bjóða í hinar heimildirnar. Nýir aðilar geta líka tekið þátt í uppboðinu. Leiðin er sanngjörn og leiðir til hagræðingar, stöðugleika og hámarks arðsemi. Þjóðin fær loksins sitt. Forréttindin hverfa. Flestar þjóðir hafa lagt af kerfi aðals og lénsherra meðan vinstristjórnin, undir forystu VG, festir í sessi nýja yfirstétt“.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -