Fimmtudagur 18. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Slæmar hugmyndir deyja aldrei

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skoðun

Eftir / Ásgeir Jónsson, forseta hagfræðideildar Háskóla Íslands

Árið 1955 var haldið mikið málþing í Mílanó undir yfirskriftinni; „Stjórnmál framtíðar“. Niðurstaða fundarmanna var skýr. Sá hugmyndafræðilegi ágreiningur sem lengi hafði hrjáð Vesturlönd var leystur. Nasisminn hafði verið kveðinn niður. Stalín var dauður og nær allir vissu að Sovét var ekkert draumaland. Gagnrýni á kapítalismann hafði verið svarað með velferðarkerfinu. Hagvöxtur mjög ör – og lífskjör tóku stórstígum framförum. Þannig hillti undir almenna velmegun sem gerði tal um byltingu að óráðshjali.

„Öld hugmyndafræðinnar er liðin,” lýsti Daníel Bell yfir í bók sinni The End of Ideology árið 1960. „Allt sem þarf nú að ræða er hvort verkamenn eigi að fá tíkalli meira á tímann, hversu mikið eigi að niðurgreiða mjólk og á hvaða aldri fólk kemst á eftirlaun.” Þessi spádómur var þó fljótlega afsannaður, því strax eftir 1960 hófst ný hugmyndafræðileg orrahríð með nýrri kynslóð sem nú er kennd við hippa.

Um 35 árum síðar virtust þessi sömu sannindi einnig blasa við. Árið 1992 gaf heimspekingurinn Francis Fukuyama út bók undir titlinum „The end of history and the last man“. Bókin kom út rétt eftir hrun kommúnismans í Evrópu; fall Berlínarmúrsins  og upplausn Sovétríkjanna. Fukuyama hélt því fram að ekki þyrfti frekar vitnanna við – frjálslynt lýðræði ásamt frjálsum mörkuðum hefði nú sannað sig sem langbesta þjóðskipulagið og hlyti að verða tekið upp af öllum löndum heimsins, eða eins og segir orðrétt í bók hans:

Það sem við erum nú að verða vitni að eru ekki aðeins lok kalda stríðsins, eða kaflaskipti í sögu eftirstríðsáranna, heldur lok mannkynssögunnar sem slíkrar. Það er endir á hugmyndafræðilegri þróun mannsins þar sem vestrænt frjálslynt lýðræði hefur verið staðfest sem hæsta þróunarstig fyrir mannlegt stjórnarfar.

- Auglýsing -

Lengi vel leit út að Fukuyama væri sannspár. Alþjóðaviðskipti jukust hröðum skrefum samhliða því að lýðræði breiddist út um heiminn. Árið 1992 – þegar bók Fukuyama kom út – bjuggu um 2 milljarðar manna við sárafátækt (extreme poverty) sem er skilgreint sem lífsviðurværi undir 1,9 kaupmáttarleiðréttum Bandaríkjadollurum á dag. Árið 2015 hafði svo fátæku fólki fækkað niður í um 700 milljónir.

Hins vegar, hefur sláttur tímans snúist við. Lýðræði á undir högg að sækja víða um heiminn – sem og frjáls markaðsviðskipti. Öfgaöfl bæði til hægri og vinstri eru nú í vaxandi sókn – sem best má sjá af gulvestingum í Frakklandi. Svo er sem staðreyndir og tölur skipti ekki máli  – við lifum nú á tímum „mér finnst“-rökfærslu og gagnstaðreynda (alternative facts).

Haft var á orði að sú kynslóð sem fæddist eftir stríðið hafi talið efnahagslega velmegun sjálfsagða, næstum leiðinlega. Þetta æskufólk hafi þyrst eftir einhverju nýju og æsilegu – það hafi verið það sem rak hippana áfram. Ef til vill er sagan nú að endurtaka sig. Ljóst er þó að slæmar hugmyndir deyja ekki, heldur birtast ávallt aftur með nýju fólki.

- Auglýsing -

Mynd / Haraldur Guðjónsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -