Fimmtudagur 9. desember, 2021
2.8 C
Reykjavik

Sló met í að pakka þegar hann fékk símtalið

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Óperusöngvarinn Bjarni Thor Kristinsson fékk á laugardagskvöldið símtal um að hann yrði fastur á Ítalíu í mánuð, ef hann kæmi sér ekki í burtu í snatri.

„Ég hef sennilega slegið persónulegt met í að pakka,“ segir óperusöngvarinn Bjarni Thor Kristinsson, sem um helgina slapp naumlega út af svæði sem til stóð að loka á Ítalíu vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Bjarni, sem hafði verið við æfingar í borginni Parma í þrjár vikur, pakkaði öllu sínu dóti í tösku á fjórum til fimm mínútum og hraðaði sér út á lestarstöð, þaðan sem hann komst til borgarinnar Bologna, sem var utan þess svæðis sem lokað var um helgina. Hann er nú kominn heim og er einkennalaus í sjálfskipaðri sóttkví.

Til stóð að frumsýna verkið Pelléas et Mélisande eftir Debussy á morgun, laugardaginn 14. mars í hinu fornfræga óperuhúsi Teatro Regio í borginni Parma. Fyrir vikið var farið að styttast mjög í æfingatímabilinu og sýningin nánast tilbúin. Bjarni segir að þegar hann hafi komið til Ítalíu, fyrir bráðum fjórum vikum, hafi vel verið fylgst með öllum þeim komu til landsins. Ólíkt því sem hann upplifði í Þýskalandi, þaðan sem hann fór til Ítalíu, voru allir gestir hitamældir við komuna til landsins. „Það var talað um að ekkert ríki í Evrópu passaði betur upp á veikt fólk kæmi ekki til landsins.“ Veiran var lítið farin að breiðast út á þessum tíma.

Lestu viðtalið í heild sinni í nýjasta Mannlífi.
Lesa Mannlíf

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -