• Orðrómur

“Slökkvilið” Alvogen selur Íslandsbanka

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Bankasýsla ríkisins samdi nýlega við lögmannstofurnar White & Case og BBA Fjeldco um að vera lögfræðiráðgjafar í tengslum við sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Fyrirhugað er að salan verði í gegnum hlutafjárútboð og skráningu í Kauphöll Íslands. Stefnt er að því að útboðið klárist um mitt ár, en þá verði seldur 25 til 35 prósenta hlutur í bankanum til fagfjárfesta og almennings. 

Alþjóðlega lögmannstofan White & Case hefur verið lögmannstofa Alvogen um árabil og Halldór Kristmannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech, kallaði lögmannstofuna „slökkviliðið“ í viðtali við Fréttablaðinu um helgina. Þar vísaði hann til þess að lögmannstofan væri gjarnan kölluð til þegar „slökkva þurfi elda“ í kringum Róbert Wessman. Hún hefði verið kölluð til fyrir „hvítþvott“ forstjórans og stofan væri nú í sæti „ákæranda og dómarara í hinni svokölluðu óháðu rannsókn.“ Hann sagði einnig að hann teldi að engin rannsóknarskýrsla hefði í raun verið gerð, og White & Case vilji ekki setja nafn sitt við „hvítþvottinn.“ Halldór vísar þar til rannsóknar á Róbert Wessman stofnanda og forstjóra fyrirtækjanna, sem sett var á laggirnar eftir að Halldór benti stjórnum fyrirtækjanna á ýmis atriði sem varðaði ósæmilega hegðun og stjórnhætti forstjórans.

Í yfirlýsingu til fjölmiðla nýlega sagði Halldór að hann hefði glímt við sex lögmannstofar hér á landi og erlendis í tengslum við starfslok sín hjá fyrirtækjunum. Þar á meðal er BBA Fjeldco, sem einnig hefur starfað fyrir Róbert um árabil og hefur nú fengið það hlutverk að veita lögfræðiráðgjöf vegna sölu Íslandsbanka ásamt „slökkviliðinu“. 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Áslaug í stríðsham

Ein skærasta stjarna íslenskra stjórnmála, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, er komin í stríðsham og hefur tilkynnt að...

Stórleikur Sigríðar

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, nýkjörinn formaður Blaðamannafélags Íslands, átti stórleik á fyrstu dögum í embætti sínu þegar húyn...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -