• Orðrómur

Slöngubátur hafnaði á skeri – Maður villtist í slagviðri á Esjunni

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Lögregla handtók í gærkvöldi mann sem grunaður er um þjófnað. Þegar lögregla fann gerandann kom í ljós að sá var í of annarlegu ástandi til þess að sitja fyrir svörum, og verður hann yfirheyrður síðar.
Í miðbæ Reykjavíkur var ekið á konu sem var í kjölfarið flutt með sjúkrabíl á bráðamóttökuna. Konan hlaut áverka á mjöðm og fæti, ekki er vitað meira um ástand hennar að svo stöddu.

Björgunarsveitir voru ræstar út í tvo leiðangra í gær, annan á sjó og hinn á bæjarfjall Reykvíkinga, Esjuna.
Fjórir menn höfðu siglt slöngubát sínum á sker sunnan við Akurey og voru mjög blautir og kaldir þegar Björgunarsveitin sótti þá. Mennirnir voru fluttir á Bráðamóttöku þar sem þeir fengu aðhlynningu, ekki er vitað um ástand bátsins.
Þá kallaði lögreglan björgunarsveitir til vegna manns sem hafði villst á Esjunni. Gríðarlega vont veður var á svæðinu í gær. Maðurinn fannst, heill á húfi, rúmum tveim og hálfum tíma eftir að beiðni um aðstoðina barst.

Þá stöðvaði lögregla þrjá ökumenn vegna gruns um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna.

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -