Fimmtudagur 25. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Smitaður þjófar gætu hrundið af stað hópsmiti – einn enn ófundinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir rúmenskum karlmanni, Pioaru Alexandru Ionut. Ionut var í sex manna hópi sem kom til landsins á þriðjudaginn var. Þrír voru handteknir í gær grunaðir um þjófnað á Selfossi. Við sýnatöku kom í ljós að tveir þeirra voru með COVID-19 og í kjölfarið lýsti lögregla eftir hinum þremur. Tveir eru nú fundnir en lögregla leitar enn Ionut. Grunur leikur á að hann gæti verið smitaður af COVID-19.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu RÚV að umrædd smit gætu leitt til hópsmita og bakslags í baráttunni við COVID-19 faraldurinn á Íslandi. „Við hefðum náð þessum aðilum mjög líklega fyrr, ef við hefðum skimað þá strax við komu,“ segir Þórólfur.

Tveir samlandar Ionut  Adrian Badiu og Madalin Sorin Dragomir sem lýst var eftir, eru eins og áður sagði, fundnir og í haldi lögreglu. Myndir af þeim voru birtar í fjölmiðlum og hefur lögregla nú birt mynd af Ionut, sem er á þrítugsaldri. Lögreglan biður alla sem geta veitt upplýsingar um ferðir hans, eða vita hvar hann er niðurkominn, eru vinsamlegast beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögreglu í síma 112. Starfsmenn gististaða og hótela eru sérstaklega beðnir um að vera á varðbergi og tilkynna um Ionut hafi þeir orðið varir við ferðir hans.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -