Fimmtudagur 25. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Snæfríður tínir rusl á Tenerife: „Það var bara að mæta og gera gagn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjölmiðlakonan Snæfríður Ingadóttir tók sig til um síðustu helgi og tíndi rusl á Tenerife með fjölskyldu sinni. Hún segir um að gera að gera gagn á meðan hún dvelur þar.

Snæfríður greinir frá þessu í færslu á Facebook-síðu sem hún heldur utan um, Tenerife ævintýraeyjan. Þar segir hún:

Heilmikið rusl safnaðist á hreinsunardeginum sem Snæfríður og fjölskylda tók þátt í.

„Um síðustu helgi tókum við fjölskyldan þátt í hreinsunardegi. Þetta eru sjálfboðaliðasamtök sem standa reglulega fyrir svona hreinsunardögum á strandsvæðum á suðurhluta eyjunnar. Þennan dag söfnuðust 100 kg af rusli á tveimur klukkutímum á Abades ströndinni. Mikið af þessu rusli voru sígarettustubbar sem safnað er sérstaklega því stubbarnir eru sendir til Frakklands þar sem þeir eru endurnýttir í vörubretti,“ segir Snæfríður og heldur áfram:

„Þeir sem vilja láta gott af sér leiða á meðan þeir dvelja hér á Tenerife geta fylgst með á Facebooksíðu samtakanna. Það mætti alls konar fólk á þennan viðburð, bæði börn og fullorðnir og lögðu hönd á plóg. Samtökin voru með hanska, poka og griptangir svo það var bara að mæta og gera gagn. Mæli með.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -