Laugardagur 14. september, 2024
4.9 C
Reykjavik

Snjóflóð við Flateyri og Suðureyri – Björgunarsveitir kallaðar út

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þrjú snjóflóð féllu við Flateyri og Suðureyri undir miðnætti í kvöld. Snjóflóðið á Suðureyri féll í hlíðinni á móts við Suðureyri og orsakaði flóðbylgju. Snjóflóðið við Flateyri var það kröftugt að flóðbylgja myndaðist og bátar við höfnina slitnuðu frá.

Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustóra staðfestir við Vísi að búið sé að virkja viðbragðsaðila á svæðinu til að meta ástandið.

Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð hefur verið virkjuð vegna flóðanna og Davíð Már Bjarnason, upplýsingarfulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar staðfestir að búið sé að boða út björgunarsveitir.

Samkvæmt Stundinni heyrðust drunur um alla Flateyri þegar flóðið þar féll og talið er hugsanlegt snjóflóðavarnir hafi stýrt flóðinu frá byggðinni. Samkvæmt heimildum Stundarinnar féll annað snjóflóð á snjóflóðavarnagarðinn ofan við bæinn og er mikill viðbúnaður þar og fólk hópast að.

Í fyrstu var talið að snjóflóðið hefðu verið tvö, en þau voru þrjú, eitt við Suðureyri og tvö við Flateyri.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -