Fimmtudagur 30. júní, 2022
12.8 C
Reykjavik

Snjóhengja féll niður hlíð þar sem börn voru að leik – 10 ára drengur grófst í snjóflóðið

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Rétt fyrir klukkan 14:00 barst lögreglu og sjúkraflutningamönnum aðstoðarbeiðni vegna 10 ára drengs sem grafist hafði í snjóflóði í Hamrinum við Hveragerði.

Hafði snjóhengja fallið niður hlíð Hamarsins þar sem börn voru að leik. 14 ára bróðir drengsins sýndi mikið snarræði og hárrétt viðbrögð er hann staðsetti bróður sinn í flóðinu, gróf frá andliti hans og hringdi eftir aðstoð til Neyðarlínu 112.

Hjálparsveit Skáta, Hveragerði, var kölluð til og sinnti björgun drengsins og kom honum í sjúkrabifreið.

Að sögn foreldra drengsins mun líðan hans vera eftir atvikum góð.

Lögregla og Slysavarnarfélagið Landsbjörg vill beina þeim tilmælum til fólks að vera ekki á ferð við Hamarinn í Hveragerði eða við hlíðar hans.

Veðuraðstæður hafa skapað fjölda snjóhengja sem hætta er á að geti fallið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -