• Orðrómur

Snjór í byggð í Árneshreppi: „Þetta verður gott sumar þegar hretinu slotar“.

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Íbúar í Árneshreppi á Ströndum vöknuðu upp við það í morgun að snjór var niður í byggð og fjallstindar snjóhvítir. Þetta gerist í framhaldi af veðurblíðu undanfarna daga. En nú er kuldinn mættur með snjókomu og sudda. Sumum brá þó í bræun í morgunsárið þegar fannhvít jörð blasti við.

„Þetta er þó alls ekki óvenjulegt á þessum árstíma. Við fáum svona glaðning að jafnaði á hverju sumri. Vonandi er sumarhretið nú að baki og góð tíð framundan. Það spáir samt áframhaldandi norðanátt í nokkra daga en svo lagast þetta,“ segir Guðrún  Gunnsteinsdóttir, sem dvelur á æskuslóðum sínum í Norðurfirði þessa dagana.

- Auglýsing -

Hún spáir betri tíð og blómum í haga.

„Þetta verður gott sumar þegar hretinu slotar. Ég lofa því en það er með þetta eins og kosningaloforðin. Ég segi þetta í góðri trú,“ segir Guðrún.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -