Fimmtudagur 18. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Snorri vill ekki að sagan endurtaki sig: „Erfiðasta sem ég hef gert er að jarða barnið mitt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íbúar í Norðlingaholti óttast um afdrif krakkahóps sem stundar það að fara út á ísilagða á í hverfinu. Ekki sé spurt að leikslokum brotni klakinn undan börnunum.

Það er Snorri nokkur sem skellir inn varnaðarorðum í hóp hverfisbúa á Facebook og birtir með því myndbandið hér að neðan sem sýnir börnin í hættuleik á ísalagri ánni. Sjálfur hefur hann upplifað á miklu sorg að missa barn. „Það erfiðasta sem ég hef gert er að jarða barnið mitt. Ef klakinn brotnar þá sígur áin barnið undir klakann. Ég veit að áin er ekki djúp ég veit að hún er ekkert gríðalega mikill straumur í henni en það er bara þetta EF!!!!!!!,“ segir Snorri áhyggjufullur.

Hér má sjá krakkahópinn á ánni.

Ída er ein þeirra íbúa sem hafa af þessu miklar áhyggjur. „Úff þetta lítur ekki vel út. Spurning um að láta krakkana vita að þetta sé mjög hættulegt og geti einmitt brotnað vegna skjálftanna (og þeim sjalfum svo sem lika),“ segir Ída.

Anna er sömu skoðunnar. „Úff. Hef einmitt verið að hugsa þetta þegar ég fer þarna um… Hvað ef einhver fer þarna undir klakann. Þá verður ekki aftur snúið,“ segir Anna.

>Helga telur ljóst að eitthvað þurfi að gera í málinu. „Það þarf að tala við þessa krakka. Þetta er stórhættulegt,“ segir Helga.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -