Nýjasti viðmælandi Eddu Falak í hlaðvarpinu Eigin Konur er Soffía Karen Erlendsdóttir.
Soffía kærði mann fyrir nauðgun, en kæran var felld niður eftir tvö ár, þrátt fyrir áverka og afsökunarbeiðni frá gerandanum.
Í viðtalinu segir Soffía Karen að maðurinn sem hún fór heim með af djamminu hafi haldið sér í fimm klukkutíma, og brotið á henni kynferðislega á meðan.
Hún lýsir fyrstu kynnum sínum af gerandanum:
„Ég og vinkonur mínar voru á dansgólfinu. Ég sá hann og brosti til hans. Svo allt í einu tók hann mig hálstaki, ég sneri mér við og hann kyssti mig. Þetta var mjög spennandi en þetta var harkalegt. Og svo sagði hann að við værum að fara heim saman og leiddi mig út af dansgólfinu,“ sagði Soffía Karen.
Soffía Karen gerði manninum ljóst að hún ætlaði ekki að sofa hjá honum; hún væri á blæðingum.
Maðurinn fékk hana fékk til að veita sér munnmök; þar sem hann var mjög harkalegur og fékk hún marblett í kokið. Maðurinn krafðist þess að Soffía myndi fjarlægja túrtappann og hafa við sig kynmök:
„Ég byrjaði að hugsa: Ef að ég myndi vilja hætta, gæti ég það? Og þá ákvað ég að testa það og sagði við hann, eigum við ekki bara að kúra? Hann hunsaði það og ég sagði það aftur, þá sagði hann: „Þú ræður fokking engu!“ Það var þá sem að ég áttaði mig á hvað var að gerast, og þá varð ég alveg stjörf og ég hætti að gera allt. Ég bara fraus og hann hélt áfram þó ég væri frosin. Hann setti fæturna mínar upp á axlirnar á sér og ég byrjaði að reyna taka þær af en hann setti þær alltaf aftur á.“
Eftir misnotkunina leitaði Soffía Karen til bráðamóttöku; lagði fram kæru einum mánuði eftir brotið.
Maðurinn sem braut á Soffíu Karen baðst afsökunar á hegðun sinni – á því að hafa verið „ógeðslegur“ við hana.
Þrátt fyrir áverka var málið að lokum fellt niður, heilum tveimur árum síðar.