• Orðrómur

Soffía Karls látin: Það er draumur að vera með dáta

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Revíusöngkonan Soffía Karls er látin. Soffía var langþekktust fyrir að hafa sungið lagið, Það er draumur að vera með dáta. Lagið er einn af stærstu smellum íslenskrar dægurtónlistar. Á meðal annarra smella hennar eru  Bílavísur og Það sést ekki sætari mey. Soffía kom fram í revíum með Brynjólfi Jóhannessyni leikara og fleirum úr hópi þjóðþekktra leikara. Soffía „snarhætti“ í leiklistinni, eins og segir í Morgunblaðinu, þegar hún giftist Jóni Jónssyni og flutti til Keflavíkur þar sem hún bjó til æviloka. Þau hjónin eignuðust 9 börn og eitt fósturbarn.

Soffía lét sig leiklist varða alla ævi. Hún var einn af stofnendum Leikfélags Keflavíkur og var formaður þess um árabil. Þá var hún formaður í Kvenfélaginu og starfaði með Lionsklúbbnum í Keflavík.

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -