Hjalti Örn Jónsson hefur hafið söfnun til að standa kost af ferðalagi fjölskyldunnar vegna hjartaaðgerðar sem sonur hans, Bjarki, þarf að fara í erlendis. Bjarki er 14 ára gamall.
Hjalti Örn fjallaði um aðgerðina og hversu kosnaðarsamt ferðalagið og fleira í tengslum við þetta er, inni á Facebooksíðunni Ég er íbúi á Akranesi.
Þar kemur fram að fjölskyldan geri ráð fyrir að vera úti í 3-4 vikur eftir aðgerðina og að þau komi þá heim á milli 27. desember og 3. janúar.
„Við höfum leitað að gistingu víða og alltaf telur hún á milljónum. Á meðan Bjarki er á spítalanum þurfum við að vera nálægt, bæði upp á sálarró og svo þá staðreynd að við Hjalti þurfum að skiptast á að vera annað hjá Bjarka og hitt hjá hinum gaurunum,“ skrifar Hjalti Örn.
„Við höfum verið að leggja til hliðar síðan í júní þegar við komumst að því að þetta væri yfirvofandi. Einnig reynt að selja allt sem okkur dettur í hug en það sem hefur safnast er bara dropi í hafið miðað við kostnaðinn sem fylgir þessu,“ skrifar Hjalti Örn. Lyfjakostnaðurinn er hár sem og gisting fyrir alla fjölskylduna, fyrir utan tekjumissinn.
„Við höfum verið hvött til að deila styrktarreikningnum hans Bjarka fyrir þá sem hafa tök á og vilja styrkja okkur í þessu stóra verkefni.“
„Við erum svo innilega þakklát fyrir ykkur öll og munum sækja mikinn styrk til ykkar inn á þessa síðu þegar þetta byrjar fyrir alvöru. Það er búið að vera klikkað að gera á öðrum vígstöðvum svo það hefur náð að trufla okkur frá þessu en um leið og við fáum rými til að hugsa þá get ég með sanni sagt að við erum skíthrædd,“ skrifar Hjalti Örn að lokum.
Kt: 310807-2140