2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Sögðu að þarna væri lítil húfa á stórum skrokki

„Það voru einhverjir sem fóru út í að gera athugasemdir við hvernig ég liti út og sögðu að þarna væri lítil húfa á stórum skrokki. Mér finnst þetta vera talsmáti og árásir sem vitsmunalega gjaldþrota fólk notar til þess að ráðast á fólk sem það á ekkert í hugmyndafræðilega.“

Þetta segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, um persónulegar árásir á sig eftir að hún, ásamt Birni Leví Gunnarssyni, setti upp „Fokk ofbeldi“ húfu á Alþingi á meðan Bergþór Ólason stóð í ræðustól. Uppákoman var bæði hyllt og fordæmd og segir Þórhildur Sunna að viðbrögðin hafi komið sér á óvart. „Ég sé ekki eftir þessu en ég held að ef ég hefði haft meiri tíma til að hugsa þetta þá hefði ég mögulega ekki þorað að gera þetta.“

Uppátækið var liður í baráttu Þórhildar Sunnu gegn þeim þöggunarkúltur sem hún hefur greint á Alþingi.

Þórhildur Sunna útskýrir þennan þöggunarkúltúr í ítarlegu viðtali við Mannlíf sem kemur út á morgun.

Mynd / Aldís Pálsdóttir

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is