Föstudagur 19. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Sólborg: „Ég var hvött til að drepa mig og OFT hótað nauðgun“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sólborg Guðbrandsdóttir tónlistakona, fyrirlesari og lögfræðinemi, sem hélt úti aðganginum „Fávitar“ á Instagram í fimm ár, segir í Tísti að henni hafi oft verið sagt  að drepa sig, hótað nauðgunum og fleira í þeim dúr. Allt kom þetta frá unglingum sem greinilega kunna ekki að haga sér, að minnsta kosti ekki á veraldarvefnum. Fávitar var átak gegn stafrænu og annars konar kynferðisofbeldi. Fylgjendahópur Fávita er við það að detta í 31.000 manns.

Sólborg með skýrsluna góðu. Mynd af Instagram

Á meðan ég var með Fávita-grammið var ég hvött til að drepa mig, mér var OFT hótað nauðgun og strákar sendu mér heimilisfang fjölskyldunnar minnar og sögðu mér að þeir vissu hvar ég svæfi. Flestir voru þeir unglingar. En bíðum endilega með kennslu um heilbrigð samskipti“.

 

Instagram reikningurinn Fávitar

Gaf út bók og var að ljúka við skýrslu fyrir menntamálaráðherra

Sólborg gaf einnig út bók sem bar nafnið Fávitar sem kom út fyrir síðustu jól og seldist bókin upp um tíma svo vinsæl var hún. Nýlega birti Sólborg færslu á instagram reikningi Fávita:Hálfs árs vinnu fyrir menntamálaráðherra er nú lokið og afraksturinn er skýrsla sem verður afhent á næstu dögum, með tillögum um markvissa kennslu um kynheilbrigði og ofbeldisforvarnir í grunn- og framhaldsskólum: Breytingar á námskrám, inntaki kennaramenntunar, starfsþróun fagfólks, aukið aðgengi að námsefni, tillögur að lagabreytingum o.fl. Við leggjum það til að kynfræðslan verði gerð að skyldufagi fyrir öll börn, á hverju ári, á öllum skólastigum og nú er það stjórnmálafólks að keyra þetta í gang, ef raunverulegur vilji er fyrir hendi. Ég er viss um að þessar breytingar muni m.a. fækka ofbeldismálum, kynsjúkdómasmitum og óráðgerðum þungunum og bæta líðan fólks. Ef síðustu mánuðir hafa kennt okkur eitthvað þá er það hversu mikilvægt það er að við verndum börnin okkar og tryggjum þessa kennslu í skólakerfinu í eitt skipti fyrir öll, fyrir öll ungmenni á Íslandi, óháð stöðu þeirra, aldri, búsetu, fötlun, kynhneigð, kynvitund eða uppruna“.

 

- Auglýsing -
Bókin sem Sólborg gaf út fyrir jólin 2020 Mynd af Instagram

Það er umtalað að ungt fólk í dag kunni ekki heilbrigð samskipti, á veraldarvefnum í það minnsta. Mjög algengt er að sjá skrif sem segja ungu fólki að drepa sig og nauðgunum hótað svo fátt eitt sé nefnt. Oft hefur þeirri spurningu verið varpað fram á milli manna á samfélagsmiðlum, hvort foreldrar þessara unglinga og barna séu ekkert að fylgjast með hvernig þau eru að hegða sér á samfélagsmiðlum. Þetta er stórt og grafalvarlegt vandamál sem grasserar í nútímasamfélagi. Það eru því frábærar fréttir að Sólborg og auðvitað fleiri séu að reyna að fást við vandamálið innan skólakerfisins. Það má þó ekki gleyma því að foreldrar bera hér mikla ábyrgð og verða að bregðast við því það er heima sem kennsla í mannlegum samskiptum hefst og eftirlit foreldra með hegðun og framkomu barna er það sem skiptir öllu máli.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -