Sölufélagi Garðyrkjumanna gert að fjarlægja umdeildar auglýsingar

Deila

- Auglýsing -

Þær auglýsingar Sölufélags garðyrkjumanna á innlendu grænmeti og ávöxtum hafa verið verið bannaðar þar sem gefið er í skyn að aðstæður við ræktun innflutts grænmetis og ávaxta sé ábótavant.

Neytendastofa hefur bannað nokkrar auglýsingar Sölufélags garðyrkjumanna á innlendu grænmeti og ávöxtum sem birtar voru í sumar. Auglýsingarnar voru teknar til athugunar eftir að Neytendastofu barst erindi frá Innnes ehf. þar sem kvartað var yfir auglýsingaherferðinni.

Í auglýsingunum sjást viðskiptavinir ganga um verslanir, taka upp grænmeti eða ávöxt sem á stendur „imported“ eða „innflutt“, leggja upp að eyranu og þá heyrist hljóð á borð við hljóð úr klósetti og vinnuvélahljóð eða finni ólykt.

Þegar sá hinn sami tekur hins vegar upp vörur íslenska ávexti og grænmeti þá heyrist hins vegar ljúf tónlist. Þá er lesinn upp eftirfarandi texti.: „Grænmeti sem ber merkið okkar er ræktað með hreinu íslensku vatni. Hvaða vatn fer í gegnum grænmetið þitt? Íslenskt grænmeti, þú veist hvaðan það kemur.“

Umdeildu auglýsingarnar vöktu strax umtal en í viðtali við Fréttablaðið í sumar viðurkenndi Kristín Linda Sveinsdóttir, markaðsstjóri hjá Sölufélagi garðyrkjumanna, að skilaboð auglýsinganna séu ögrandi en að tilgangurinn væri að vekja athygli á þeim eiginleikum sem íslenska grænmetið hefur upp á að bjóða.

Á vef Neytendastofu kemur fram að Neytendastofa taldi að þrátt fyrir að ekki væri vísað með beinum hætti til Innnes eða annarra samkeppnisaðila Sölufélags garðyrkjumanna væri augljóst að skírskotað væri til innflutts grænmetis og ávaxta og að gefið væri í skyn að aðstæður við ræktun, hreinlætis og gæða þess væri ábótavant.

„Taldi Neytendastofa auglýsingarnar fælu í sér villandi samanburð, væru neikvæðar og lítilsvirðandi í garð keppinauta á markaði og með þeim væri kastað rýrð á vörur Innnes. Neytendastofa bannaði Sölufélagi Garðyrkjumanna ehf. að viðhafa ofangreinda viðskiptahætti og beindi þeim fyrirmælum til fyrirtækisins að fjarlægja auglýsingarnar þaðan sem þeim hafði verið komið á framfæri.“

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

- Advertisement -

Athugasemdir