Laugardagur 3. desember, 2022
-0.2 C
Reykjavik

Sólveig ætlar ekki að mæta á þingið á morgun vegna klofnings: „Ég held að það sé nokkuð augljóst“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Þetta er sorglegt fyrir íslenskt launafólk,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins í samtalið við Fréttablaðið.

Vilhjálmur, Ragnar Þór Ingólfsson og Sólveig Anna Jónsdóttir, hafa dregið framboð sín á ársþingi ASÍ til baka vegna tillögu um að víkja öllum fulltrúum Eflingar frá aðalfundi ASÍ. Vilhjálmur tekur það fram að fulltrúar ellefu félaga hafi skrifað undir umrædda yfirlýsingu:

„Það sem við lögðum upp með, að koma út sem ein heild af þessu þingi, mistókst,“ segir Vilhjálmur, og minnist á sögusagnir þess efnis að stjórn ASÍ, með honum, Ragnari og Sólveigu, hyggðust reka allt starfsfólk félagsins; sagði Vilhjálmur það vera ósatt.

Spurður út í það hver yrðu næstu skref hjá honum sagði Vilhjálmur:

„Planið er einfalt. Fulltrúar Eflingar og VR gengu út. Nú fara þeir heim í hérað og hugsa gang mála,“

Hann vill ekki segja hvort hér sé um að ræða mögulegan klofning úr ASÍ, enda verði hvert félag fyrir sig að taka slíka ákvörðun.

- Auglýsing -

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR vildi ekki tjá sig um málið.

Formaður Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir, var afar gagnrýninn í samtali við RÚV að loknum fundi; gagnrýndi sérstaklega Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, sem nú er ein í framboði til forseta ASÍ.

Sólveig Anna sagði að hennar málstaður og málstaður verkalýðskvenna hafi ekki fengið brautargengi á þinginu:

- Auglýsing -

„Ég held að það sé nokkuð augljóst,“ sagði Sólveig Anna er hún var spurð hvort um sé að ræða klofning innan ASÍ; sagði einnig að nú myndi hún tala við sína félaga í Eflingu um næstu skref, en tók það fram að hún ætlaði sér ekki að mæta á þingið á morgun, en þá verður kosið í embætti.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -