Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.5 C
Reykjavik

Sólveig Anna er ævareið: „Ætla að ráðast á félagsfólk Eflingar með fordæmalausri heift og tryllingi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
„Við munum berjast gegn glæpsamlegu verkbanni SA af öllu afli. Við hefjum aðgerðir gegn því á hádegi á fimmtudag og höldum þeim áfram eins lengi og þarf,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar um yfirvofandi aðgerðir Samtaka atvinnulífsins sem eiga að hefjast eftir þrjá daga.
Harðar deilur standa um verkbannið. Alþýðusamband Íslands telur aðgerðina vera ólöglega þar sem atkvæðagreiðsla nær ekki aðeins til Eflingarfélaga heldur allar aðildarfélaga. ASÍ hefur vísað málinu í Félagsdóm.
Sólveig segir að á fimmtudaginn renni upp nýr kafli í sögu landsins.
„Þá ætla Samtök atvinnulífsins að ráðast á félagsfólk Eflingar með fordæmalausri heift og tryllingi vegna þess að forysta SA getur ekki gert kjarasamning við Eflingu. Í stað þess að mæta hófstilltum kröfum Eflingar af sanngirni vill íslensk auðstétt frekar í bræði sinni beita 20.609 einstaklinga grófu efnahagslegu ofbeldi og reka fólk launalaust heim,“ skrifar hún á Facebook.

Röfl fáfræðings

Sólveig Anna sendir ríkisstjórninni pillu og segir það magnaða staðreynd að enginn úr liði ríkisstjórnarinnar hafi neitt að segja um þann grófa og skelfilega efnahagslega glæp sem felist í aðgerð Samtaka atvinnulífsins.
„Enginn hefur neitt út á það að setja að ráðast skuli að fólkinu sem knýr hér áfram hagvöxtinn, heldur öllu gangandi, greiðir skatta, svo að stjórnmálastéttin geti lifað í vellystingum. Ekki orð. Annað en röfl fáfræðingsins um að ekkert sé nauðsynlegra en að breyta vinnulöggjöfinni svo að treysta megi í sessi einræðisstöðu ríkissáttasemjara. Hefur hnignun stjórnmálanna nokkru sinni verið jafn hræðilega ljós og nú?“ spyr Sólveig Anna og heitir því að Eflingarfólk muni beita sér af hörk þegar og ef til verkbanns kemur.
„Ef að einhver manneskja heldur að Efling ætli að taka árás SA þegjandi og hljóðalaust þá er það mikill misskilningur. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að sýna og sanna að við höfnum ofríki auðvaldsins og getuleysi stjórnmálanna. Við munum aldrei gefast upp fyrir ofbeldi og ógnarstjórn“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -