Sólveig Anna krefur stjórnvöld um milljónir stolnar af félagsfólki Eflingar

Deila

- Auglýsing -

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, deilir á Facebook-síðu sinni kröfubréfi sem hún hefur skrifað til stjórnvalda. Kröfuna stílar hún á Forsætisráðuneytið, Dómsmálaráðuneytið, Félagsmálaráðuneytið, Atvinnu og nýsköpunarráðuneytið og Fjármálaráðuneytið.

„Vissuð þið að á ári hverju er hundruðum milljóna stolið af félagsfólki Eflingar; vangoldin laun, orlof, desemberuppbót, orlofsuppbót og svo framvegis sem fólk á inni fyrir sína unnu vinnu látið hverfa í vasa atvinnurekandans?, segir Sólveig Anna.

Krafa Sólveigar Önnu

„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu? Vissuð þið að eitt af loforðum stjórnvalda vegna hins svokallaða Lífskjarasamnings var að „Heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns?“  Vissuð þið að ekkert bólar á því að þetta loforð verði uppfyllt?“

Segist Sólveig Anna þess vegna hafa ákveðið að útbúa kröfu á stjórnvöld sem skrifuð er líkt og hefðbundin krafa Eflingar. Segir hún að árlega séu sendar hundruðir slíkra krafna fyrir hönd félagsfólks Eflingar.

„Á síðasta ári einu fóru frá okkur 700 kröfur upp á meira en 345 milljónir króna (og svo eru verkalýðsfélög um allt land sem eru líka að senda út endalaust af kröfum fyrir sitt fólk),“ segir Sólveig Anna sem segist ekki hafa sent kröfuna á stjórnvöld, en hún ætti kannski að gera það.

 

 

- Advertisement -

Athugasemdir