Sunnudagur 2. október, 2022
8.8 C
Reykjavik

Sólveig býst ekki við afsökunarbeiðni vegna „lyga“ Mogga og Fréttablaðs: „Skítadreifarar hægrisins“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, reiknar hvorki með afsökunarbeiðni frá Fréttablaði né Morgunblaði vegna þess sem hún kallar einfaldlega lygafréttir. Slíkar fréttir hafi verið viðhafðar um hana sjálfa sem og kollega hennar, Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR.

Verkalýðsforinginn fjallar um þetta í færslu sinni á Facebook. Tilefnið er forsíðufrétt Fréttablaðsins þar sem Ragnar var sakaður um veiðþjófnað. Sólveig telur sig kannast við vinnubrögðin.

„Þegar ég hafði verið formaður Eflingar í nokkra mánuði fékk ég símtal frá blaðamanni Morgunblaðsins. Hún spurði að því hvort uppnám hjá nokkrum manneskjum sem starfað höfðu hjá félaginu yfir valdatöku minni væri ekki sönnun á því að ég og Viðar Þorsteinsson ætluðum að nota „digra sjóði fé­lags­ins upp á 12 millj­arða króna“ til að gefa sósíalistum. Ég var algjörlega forviða á spurningunni og öðrum ásökunum blaðamanns,“ segir Sólveig og heldur áfram:

„Tveimur dögum seinna var „frétt“ um þetta svo slegið upp á forsíðu Morgunblaðsins. Inn í blaðinu var svo í „fréttaskýringu“ vitnað í ýmsa ónafngreinda viðmælendur og með því var hægt að fara fram með ógeðslegum lygum og staðhæfulausum fullyrðingum um þjófs-eðli mitt. Þessi lyga-frétt var upphafið að fjölmörgum tilefnum skíta-dreifara hægrisins til árása. Til dæmis notaðist fyrrum dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, við þessar lygar oftar en einu sinni í deleringum um mig og Eflingu í bloggi sínu.“

Sólveig telur eðlilegt að Morgunblaðið hefði átt að biðja sig afsökunar. Það hafi aldrei verið gert og ekki á hún von á því heldur frá Fréttablaðinu. „Ég hef aldrei verið beðin afsökunar á þessum rógburði. Í morgun birti Fréttablaðið á fosíðu sinni lygar um Ragnar Þór. Hann er líka ógeðslegur þjófur, veiði-þjófur sem stelur frá Seðlabankanum! Blaðamaður hefur náð í Ragnar og borið á hann sakirnar, Ragnar svarar: „Ég lagði ekki nein net þarna, mér finnst með algjörum ólíkindum að það sé verið að draga mig inn í mál sem er mér óviðkomandi.“ En það hefur auðvitað engin áhrif á blaðamann Fréttablaðsins. Ákveðið hefur verið að „fréttin“ skuli birt, ákveðið hefur verið að Ragnar Þór skuli kallaður þjófur á forsíðunni og ekkert skal stoppa það,“ segir Sólveig og bætir við:

„Það er vegna þess að brátt verða formannskosningar í VR og ekkert þrá þau meira sem telja sig eigendur Íslands, lífeyrissjóðanna, og okkar allra, en að losna við Ragnar Þór. Til að reyna að knýja á um að það verði að veruleika er og verður einskis svifist. Af því að tilgangurinn helgar meðalið. Og tilgangurinn er að sverta mannorð Ragnars Þórs af því hann vill ekki bara hlýða og halda kjafti, og er þessvegna stórhættulegur hagsmunum þeirra sem telja sig eigendur alls. Ég auðvitað vona að Fréttablaðið biðjist afsökunar. En ég held samt að það muni ekki gerast. Það tíðkast ekki hjá íslenska hægrinu að biðja fólk afsökunar á lygum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -