• Orðrómur

Sólveig sár yfir Metoo-árásum á Vefjuna: „Þetta umtal er bara ÚT Í HÖTT!“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Sólveig Ýr Sigurjónsdóttir, annar eiganda veitingastaðarins Vefjunnar, er virkilega sár yfir þeim árásum sem fyrirtækið hefur orðið fyrir í annarri Metoo-bylgjunni sem nú stendur yfir hér á landi. Meðeigandi hennar er Reynir Bergmann áhrifavaldur.

Árásirnir eru meðal annars tilkomnar vegna þessarar fréttar hér en þar birti áhrifavaldurinn Reynir myndband á Instagram aðgangi sínum og sagðist þar styðja Sölva Tryggvason fjölmiðlamann. Sólveig segir herferð í gangi til að skemma fyrir veitingastaðnum þar sem meðal annars sé verið að skálda upp sögur um matareitranir á staðnum.

Sólveig snappaði í gær um árásirnar og hafði þar þetta að segja:

„Það sem mér liggur á hjarta núna!

Ég er búin að sitja á mér núna í 2-3 daga um umtal um VEFJUNA OKKAR sem ég er virkilega sár og reið úti fólk skuli vera ljúga uppá slíkt. VIð erum búin að vinna hörðum höndum fyrir þetta fyrirtæki og þetta hefur virkilega mikil áhrif á okkur og einnig börnin okkar. Þetta umtal með að við séum að styðja ofbeldi eða nauðganir er bara ÚT Í HÖTT! Ég get ekki einu sinni sett mig í spor þolenda og mun aldrei í mínu lífi styðja slíkan viðbjóð! Og það að fólk sé að ljúga því að það sé að fá matareitranir hjá okkur (til að skemma fyrir okkur) sem að ég hef bara aldrei heyrt um fyrr hvorki í samskiptum á okkar miðlum né í tölvupóstum. Ef svoleiðis myndi koma upp þá tækjum við á því STRAX! Við fáum ferskt hráefni á hverjum einasta degi frá flottum fyrirtækjum sem eru með allt upp á 10 og einblínum á að nota allt ferskt og gott fyrir viðskiptavini.

Annað. Ég veit hversu hvatvís hann Reynir getur verið og í fljótfærni tók hann afstöðu með fjölmiðlamanninum þar sem við vissum bara alls EKKi neitt um hans mál, hvað hann væri búinn að gera í kringum tíðina enda ekki að reyna grafa upp slíkt um fólk! Hann tók þetta tilbaka eftir að við ræddum saman og ég bað hann vinsamlegast um að tjá sig ekki um þetta mál sem við vissum ekkert um hvorrt væri satt eða ekki. Hann nefnir einnig að ekki sé hægt að dæma manneskju fyrr en það liggur fyrir dómur eins og eðlilegt er þegar að svona viðkvæmt mál kemur upp, enda hafði hann ekki hugmynd um neitt annað.

- Auglýsing -

En í þessu þjóðfélagi er gjörsamlega búið að dauðadæma okkur og fyrirtækið okkar á heimasíðum okkar og í persónulegum skilaboðum og eigum við þetta bara alls ekki skilið! Þetta er bara ALLTOF langt gengiðog ég bið ykkur vinsamlegast um að hugsa ykkur um áður en þið farið að bulla um slíkt. Fæst orð bera minnsta ábyrgð.

Með ást og kærleika,

Sólveig Ýr. “

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -