Föstudagur 23. september, 2022
9.1 C
Reykjavik

Sólveig segir Fréttablaðið drulla yfir lækna og hjúkrunarfræðinga: „Menn eru ekki að grínast“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Fréttablaðið sparka í hjúkrunarfólk, lækna, sjúkraliða, hinar fjölmennu umönnunarstéttir, kennara og alla þá aðra sem tilheyra „ómissandi starfsfólki“ Íslands í gegnum Covid-faraldurinn. Það hafi blaðið gert með niðurlægjandi hætti gagnvart öllu ríkisstarfsfólki.

Sólveig gerir þetta að umtalsefni sínu í færslu á Facebook og er tilefnið val blaðsins á manni ársins. „Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um kapítalismann og dásemdir hans, hefur valið forstjóra Icelandair mann ársins. Skilaboð fyrirtækja-manns ársins eru að best sé að hans fyrirtæki sé eina íslenska fyrirtækið í flug-bransanum. Markaðurinn notar svo hátíðar-tækifærið og af innblásinni andúð á málfrelsi í frjálsu samfélagi er ráðist á formann VR fyrir að hafa leyft sér að hafa skoðun og ekki bara hafa hana, heldur nota orðin sín til að koma henni á framfæri. Það er bæði „sorglegt“ og „dapurlegt“. Menn eru ekki að grínast, þannig að þið megið eiginlega ekki hlæja,“ segir Sólveig.

Svona var spark Fréttablaðsins gagnvart ríkisstarfsfólki.

En Sólveig er ekki bara ósátt við valið á Boga, forstjóra Icelandair, sem viðskiptamanni ársins heldur líka sparki Fréttablaðsins í ríkisstarfsmenn. „En Markaðs-menn reyna þó að vera hnyttnir: Einn af þeim sem tilnefndur er sem Maður ársins í íslensku viðskiptalífi er Ríkisstarfsmaðurinn. Já, kæra fólk, þegar árið 2020 er að líða undir lok, Covid-árið, þar sem hjúkrunarfólk, læknar, sjúkraliðar, hinar fjölmennu umönnunarstéttir, kennarnir og starfsfólk skólanna, starfsfólk grunnstoða samfélagsins, „ómissandi starfsfólk“ Íslands, fólkið sem hefur ekki atvinnu af því að eiga í þráhyggjukenndu sambandi við fjármagn, fólkið sem vinnur með mannfólk og hefur sjaldan þurft að sýna eins mikla ábyrgð og árið 2020. Hvaða gjöf færa áróðursmeistarar kapítalsins þessu fólki í lok Covid-ársins? Jú, þeir geta ekki hamið smámennsku sína og sparka í þau sem allt sæmilega normal fólk hlýtur að þakka. Er hægt að hugsa sér nokkuð aumkunarverðara?,“ segir Sólveig.

Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um kapítalismann og dásemdir hans, hefur valið forstjóra Icelandair mann ársins….

Posted by Sólveig Anna Jónsdóttir on Wednesday, December 30, 2020

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -