Fimmtudagur 25. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Sólveig varð hrædd og kastaði smásteinum í mennina: „Á móti okkur gengu menn og ógnuðu okkur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist á Facebook hafa dreymst svo slæman draum á dögunum að hann situr enn í henni. Allir sem hafa lesið Íslendingasögurnar vita að drauma og fyrirboða ætti ekki að hunsa. Eitt nýlegt dæmi um það er formennska hennar, en Gunnar Smári Egilsson fékk hana loksins til að samþykkja að fara í framboð eftir að hafa sagst hafa dreymt pabba hennar, Jón Múla Árnason.  Sólveig skrifar í gær:

„Mig dreymdi átök í nótt. Við gegnum saman í hóp, með fána. Á móti okkur gengu menn sem ógnuðu okkur. Ég varð hrædd en svo tók ég upp handfylli af smásteinum og kastaði í mennina. Ég var mjög leið í draumunum, ég held að symbólisminn sem drauma-sjálfið bjó til hafi verið of þrúgandi. Þegar ég vaknaði var ég ennþá leið. Ég ákvað að skrifa þessa grein til að koma mér úr dapurleikanum, til að virkja baráttuviljann. Ástandið er vissulega hrikalegt, og mér líður oft eins og við séum bara vopnuð smásteinum í baráttu við ægivald hinna uppsöfnuðu auðæfa og stjónmálastéttar sem telur sig fyrst og fremst vera framkvæmda-arm eignastéttarinnar. En hvað getum við annað gert en að berjast áfram í samstöðu hvort við annað; ein erum við lítils megnug en ef við stöndum saman, göngum saman, berjumst saman getum við hætt að kasta lófafylli smásteinum og orðið þess megnug að lyfta grettistaki og breyta því sem breyta þarf.“

Hún vísar svo í fyrrnefnda grein: „“Stór hluti verka- og lág­launa­fólks gengur nú í gegnum þol­raun. Stór hluti verka- og lág­launa­fólks er lát­inn þjást í fátækt. Og þau sem ábyrgð­ina bera ganga enn lengra inní ímynd­ar­stjórn­mál þar sem sjálfs­dýrk­unin hefur tekið yfir, þar sem að draum­ur­inn um jöfnuð á milli fólks er löngu dáinn, þar sem að meira máli skiptir að segja frá því hver hefur gengið á fjöll, hver er hættur að fara á fyll­erí, hver hefur komið til flestra útlanda, hver er mesti meg­in­straum­s-­femínist­inn heldur en að standa afdrátt­ar­laust með fórn­ar­lömbum hins stétt­skipta þjóð­fé­lags og nota völdin til að gera líf þeirra betra. Þetta er stað­reynd sem ekki er hægt að afneita,“ segir Sólveig í greininni.

Hún segir að það ætti ekki að koma neinum á óvart hvað gerðist næst. „Hvað verður um nið­ur­stöður rann­sóknar Vörðu? Hin póli­tíska valda­stétt mun láta eins og rann­sóknin hafi ekki verið gerð, því get ég lofað ykk­ur. Í þeim þjóð­ern­is-­róm­an­tíska fasa ídentity-­stjórn­mál­anna sem hún hefur nú gengið inn í er nákvæm­lega ekk­ert ólík­legra en að boðið verði upp á hið svo­kall­aða sam­tal um aðstæður þeirra sem strita til að kom­ast af, þeirra sem lenda í mat­ar­út­hlut­un­ar-bið­röðum hjálp­ar­sam­taka þegar atvinnu­leysið skellur á, þeirra sem hafa ekki efni á að fara til lækn­is, þeirra sem þjást and­lega vegna þess ískalda skugga sem fjár­hags­á­hyggj­urnar eru. Hin efna­hags­lega valda­stétt mun aftur á móti skoða nið­ur­stöð­urn­ar, en ekki í þeim til­gangi að læra af þeim og end­ur­meta afstöðu sína til til­veru vinnu­afs­ins. Ég er til í að lofa meira: Ég lofa því að nú eru reikni­meist­arar Við­skipta­ráðs og Sam­taka atvinnu­lífs­ins að velta því fyri sér hvernig hægt sé að halda því fram að þau sem svör­uðu könn­un­inni séu bara að ljúga en það hafa verið við­brögð millj­ón-króna fólks­ins þar við bók­staf­lega öllum þeim stað­reyndum sem Efl­ing hefur sett fram í bar­áttu félags­ins fyrir efna­hags­legu rétt­læti fyrir félags­fólk. Og þegar lyga-tón­inn hefur verið gefin frá SA og Við­skipta­ráði verður hann end­u­r­óm­aður í fjöl­miðlum auð­valds­ins.“

Hún spyr hvort við viljum sjá börn okkar sem ódýrt vinnuafl. „Og hvað verður þá um nið­ur­stöð­urn­ar? Það er algjör­lega upp á okkur sjálf kom­ið. Við getum gert það sem ætl­ast er til af stjórum þessa lands; kinkað döpur kolli, „voða­lega er þetta sorg­leg­t“, og beðið eftir því að ein­hver geri eitt­hvað, beðið þangað til við drep­umst eftir því að ein­hverjum þókn­ist að gera eitt­hvað. Eða við getum látið þessar nið­ur­stöður gera það sem þær eiga að gera; getum látið þær næra andúð okkar og ógeð á þeirri fólsku­legu og við­bjóðs­legu stétt­skipt­ingu sem fengið hefur að grafa um sig í þessu vell­auð­uga og fámenna sam­fé­lagi, þessu „vel­ferð­ar­sam­fé­lag­i“, þessu „upp­lýsta og mennt­aða jafn­rétt­is­sam­fé­lag­i“; getum leyft þeim að næra reiði okkar yfir þeirri ógeðs­legu van­virð­ingu sem okkur er sýnd aftur og aftur og aft­ur; verka- og lág­launa­fólk á að vinna og halda kjafti, borga skatta og halda kjafti, verða atvinnu­laust og halda kjafti, velkj­ast um á gróða­væddum hús­næð­is­mark­aði og halda kjafti, sjá börnin sín verða ódýrt vinnu­afl og halda kjafti, og svo fram­vegis og svo fram­veg­is,“ segir Sólveig og bætir við að lokum:

„Getum leyft nið­ur­stöðum rann­sókn­ar­innar að næra bar­áttu­anda okkar og upp­reisn­ar­anda, getum leyft þeim að verða vopn í þeim slag sem við ætlum okkur að taka aftur og aft­ur, þangað til að við sjálf höfum öðl­ast þau völd sem við þurfum til að breyta þessu hel­sjúka rugli sem fær að við­gang­ast hér; millj­arð­arnir streyma úr rík­is­sjóði, millj­arð­arnir sem þangað eru komnir vegna vinnu okkar streyma til íslenskra millj­arða­mær­inga sem hafa arð­rænt okk­ur, á meðan við sjálf eigum að sætta okkur við að éta brauð­mola úr lófum þeirra sem telja sig þess umkomin að stjórna til­veru okk­ar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -