Þriðjudagur 21. mars, 2023
0.8 C
Reykjavik

Sölvi Tryggvason snýr aftur og ræðir við Núma: „Ég lenti á botninum og var hættur að geta andað“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Ég lenti á botninum. Hvort sem við köllum það burnout eða eitthvað annað, þá var hraðinn á mér búinn að vera allt of mikill. Ég var búinn að æfa tvisvar á dag nánast allt mitt líf og svo var ég að læra, eignast börn og að reka fyrirtæki. Þetta var bara of mikið og ég náði engum tíma fyrir mig og ég var eiginlega bara hættur að geta andað,“ segir Númi Katrínarson, nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar.

Númi, sem er þrautreyndur íþróttamaður og eigandi líkamsræktarstöðvarinnar Grandi 101, þurfti að endurskoða líf sitt fyrir nokkrum árið eftir að hafa hrunið andlega og líkamlega.

„Það er kannski ekki nema von að maður fari í þessa átt miðað við skilyrðingarnar. Manni hefur bara verið kennt að vera karlmaður, slá í borðið og drekka meira kaffi og halda áfram og ég var alltaf bara þannig. Ég neyddist til að endurskoða mjög margt í mínu lífi eftir þetta tímabil og þurfti að hægja allverulega á mér,“ segir Númi, sem segist sjá það vel í störfum sínum hve stór hluti Íslendinga sé fastur í streituástandi:

„Við gefum okkur fæst almennilegan tíma og rými til að hægja á okkur og spyrja okkur hvort við séum að gera það sem við viljum gera í lífinu og hvort við séum að fara í rétta átt. Það er svo mikilvægt að jarðtengja sig mjög reglulega, ná að hlusta á innsæið og gefa sér rými. Svörin eru öll innra með okkur og líkaminn er svona „healing machine“ ef við hlustum almennilega á hvað hann er að reyna að segja okkur. Í nútímanum er áreitið á okkur svo mikið og svo setjum við líkamann úr jafnvægi með alls konar áráttukenndri hegðun varðandi mat og annað. Þá endar það bara með því að við erum einfaldlega hætt að leyfa líkamanum að vinna sína vinnu í friði,“ segir Númi.

Hann segor fólk yfirleitt ekki á að taka heilsuna alvarlega fyrr en hún gefur sig.

„Svo endum við flest á að átta okkur á því að við þurfum að koma okkur út í náttúruna, borða náttúrulegan mat og hægja á okkur. Því miður gerist það oft ekki fyrr en allt of seint.“

- Auglýsing -

Hér að neðan má sjá brot úr næstu þáttum Sölva. Viðtalið við Núma og öll viðtöl og podcöst Sölva Tryggvasonar má nálgast inni á solvitryggva.is

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -